2015 — Áramótaheitin

Þá er árið 2014 að detta út. Um hver áramót fæ ég áramótaheitafiðringinn. Þessi eru engin undantekning. Raunar er fiðringurinn meiri núna. Ég verð fertugur á árinu. Það setur víst smá pressu á mann að afreka eitthvað mikilfenglegt.

Áramótaheit eru mér mikilvæg. Þau hjálpa mér að skilgreina hvað mig langar að áorka. Það eru reyndar svipaðir hlutir um hver áramót. Það breytir engu. Það er gott að hugsa um hlutina, velta fyrir sér hvað skiptir máli og hvert skal stefnt.

Hér að neðan eru heitin mín. Sum eru vel skilgreind, tímasett og mælanleg. Sum ekki.

Fjölskyldan og heimilið:

Vera þolinmóðari við stelpurnar á morgnanna. Hversdagsmorgnarnir geta verið hektískir. Ég leyfi því of oft að hafa áhrif á skapið í mér. Það bitnar á stelpunum og okkur öllum. Dagurinn byrjar ekki vel. Þetta gerist of oft og þarf að breytast. Hvernig? Vinna í sjálfum mér. Þegar pirringurinn byrjar að kræla á sér ætla ég að rifja upp hversu góðar stundir ég á með stelpunum á leið í leikskólann þegar við erum öll í góðu skapi.

Klára framkvæmdir sem eru ókláraðar, eða hafa staðið til lengi. Hér á heimilinu eru nokkur smámál sem þarf að klára og hafa setið á hakanum í daglegu amstri. Nú er ráð að láta verkin tala.

  • Klára garðskýlið og pallinn
  • Innrétta geymslu
  • Mála andyri
  • Pússa og mála stiga
  • Endurnýja ofna

Heilsan:

Leita aðstoðar vegna kvíða. Ég á við lítilsháttar kvíðavandamál að stríða. Það er ekki áberandi (enda verður kvíðafólk snillingar í að fela). Kemur helst fram í vinnunni og í formi matarfíknar. Ég ætla að taka á þessu með aðstoð góðs fólks.

Bæta mataræði og þar með lækka þyngd. Ég er of þungur. Hef alltaf verið. Hef oft “gert eitthvað í því”. Hef reyndar náð töluverðum árangri. En miðað við alla þá hreyfingu sem ég stunda ætti ég ekki að vera of þungur. Þekki reyndar fátt fólk, sem ekki er afreksíþróttafólk, sem hreyfir sig meira en ég. Þekki líka fátt fólk sem borðar meira. Þyndarlækkun er lykilatriði ef ég ætla að verða betri í að hjóla.

Blogga.

Hjólreiðar:

Hjólreiðar. Hjóla 8000 km á árinu. Skrá það á STRAVA. Undir 2 klst íBláa Lóninu. Taka þátt í 5+ keppnum.

Tvöfalda RB Classic í stærð.

Þetta ætti að duga. Í bili.

B.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s