Fullur í búningsklefanum

Ég er þannig gerður að ef ég tek vel á því flæðir endorfínið í umframmagni.  Þetta á sérstaklega við sprettaæfingar.

Púlsinn er kýldur langt norður fyrir 180 nokkrum sinnum á æfingunni. Svitinn puðrast út um allt og ræstitæknarnir setja í brýrnar. „Það þarf að smúla loft, veggi og gólf eftir þetta fífl!“.

Í lok æfingar ligg ég sem hrúgald á gólfinu við  róðravélinna, ketilbjöllurnar eða með 20 kg plötu við hlið mér.  Pirraður einkaþjálfari neyðist til að drösla mér frá, rennandi blautum af svita og hálf meðvitundarlausum.  Ég er fyrir kúnnanum hans sem horfir á mig stórum augum rembast við að ná andanum. „Er þessi gaur ekki aðeins of feitur til að láta svona?“

Eftir smá stund dröslast ég á lappir, sauðheimskur af áreynslu.  Þegar ég er loksins búinn að finna búningsklefann er ég orðinn rosa hress.  Endorfínið flæðir frjálst um allar gáttir og talfærin hrökkva í gang.

Ég blaðra nefnilega mjög mikið þegar ég er á endorfíni. Svolítið eins og á fimmta bjór.  Kæruleysið ræður ríkjum og hversdagslegar hömlur eru fyrir bí.  Áður en ég veit af er ég farinn að segja hetjusögur af sjálfum mér, gefa mönnunm „góð“ ráð í ræktinni, oft mönnum sem þurfa ekkert á þeim að halda, og hafa engann áhuga á að hlusta á kófsveittann karlpung yfir kjörþyngd blaðra út í loftið og/eða skipuleggja einhver stórræði með bláókunnugum mönnum. „Hey, eigum við að hlaupa Laugaveginn í sumar?“

Þegar ég var í BootCamp var þetta daglegt brauð. Enda tekið vel á því.  Oft upplifði ég að fá „móral“ 1-2 tímum eftir æfingar, þegar rann af mér.  „Hvað var ég að skipta mér af þessu?“ o.s.frv.

Þessi uppsveifla, endorfínkikkið, er engu lík.  Tilfinningin, að vera búinn að jafna sjálfan sig við jörðu, er helber snilld.  Mæli með að allir prófi. Keyra, keyra, keyra!

Hraustur

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s