Hinn virki lífstíll

Fyrir mann sem vinnur inni, sitjandi, undir flúorljósum starandi á tölvuskjá megnið af deginum er mikilvægt að vera virkur utan vinnutíma.  Mjög mikilvægt.  Ég hef reynt að tileinka mér þetta að eins miklu leiti og mér er framast unnt.  Auðvitað má alltaf gera betur, en ég held að ég sé á góðu róli þrátt fyrir allt.

En hvað er „virkur lífstíll“?

Að mínu mati þarf virkur einstaklingur að vera duglegur að leita upp áskoranir, stíga út fyrir þægindahringinn, svo Dale Carnegie orðfæri sé notað.  Það er mjög auðvelt að skutla grísunum í leikskólann/skólann á morgnanna, mæta í vinnuna, sækja grísina aftur, borða, svæfa og sitja svo fyrir framan sjónvarpið fram að háttatíma.  Vissulega er fjölskyldulíf hins vinnandi manns ekki sérstaklega rólegt. Það er í mörg horn að líta og mörgum þörfum að sinna.  Það er þó auðvelt að festast í hjólförum. Hætta að taka áhættur og leyfa sjálfum sér að drabbast niður í áskorunarlitla rútínu.

Svona þarf þetta þó ekki að vera.  Tækifærin raða sér upp í kringum okkur daglega.  Það þarf ekki að grípa þau öll, en einstaka sinnum er gott að stíga fram, taka sénsinn og stökkva.

Hraustur

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s