Ketilbjöllur

Á mánudag og miðvikudag tók ég snarpar ketilbjölluæfingar.  Hef lítið notað þessar snilldar kúlur við æfingar hingað til. Lærði þó helstu tækni á CrossFit námskeiði hjá World Class á síðasta ári. Lærði að sveifla, clean-a, snarastanda upp á tyrkneska vísu (varíasjón, ekki fyrir byrjendur), og þar fram eftir götunum. Mögulegar hreyfingar er gríðarlega margar og um að gera að nota google / youtube til að afla sér upplýsinga.

Ketilbjallan á uppruna sinn í Rússlandi einhverntíma í fyrndinni.  Bjöllurnar eru misþungar kúlur með handfangi, sem oftast er sverara en handföng á hefðbundnum handlóðum.  Hreyfingarnar sem framkvæmdar eru með ketilbjöllum svipar oftar en ekki til hreyfinga í ólympískum lyftingum.  Þær eru reyndar asymmetrískar í mörgum tilfellum, það er, unnið er með aðra hlið skrokksins í einu.

Allavega, ég mæli með bjöllunum.  Verið þó viss um að kynna ykkur tæknina við helstu hreyfingar vel. Það er auðvelt að meiða sig. Erfitt að láta sér batna. Youtube er vinur ykkar.

Hér er flottur vefur gagnast við að finna sér ketilbjölluæfingar við hæfi:

Kettlebells basics

Annar:

Wodshop

Hraustur

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s