Specialized Stumpjumper HT comp carbon 29er

Pantaði mér  hjól um daginn.  Karbon stell, 29′ þvermál hjóla, SRAM X.7 að framan SRAM X.9 að aftan. Ægilega fínt! Gripurinn hefur langann afhendingartíma, og var útlit fyrir að ég fengi ekki að sjá það fyrr en með vorinu.   Nú bærist samt von í brjósti um að eitt eintak hafi dúkkað upp á lagernum úti og vonandi er það mitt!

David hjá Kría Cycles er minn maður.  Ef allt gengur að óskum verður hann búinn að redda gripnum til landsins um miðjan næsta mánuð.  Ekki væri það nú glatað. Oonei.

Hraustur

Ps: Langar til að benda á að ég fékk þetta hjól á lægra verði en Örninn setti á Trek GF Paragon.  Paragon er að mörgu leiti svipað hjól, nema að Stumpurinn er með carbon stelli, sem þýðir yfirleitt stökk um u.þ.b 100 þúsund kr upp í verði.  Með réttu ætti Stumpurinn því að vera 50-100 þúsund krónum dýrari en Paragoninn.  Áfram Kría.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s