Allt í skralli

Á laugardaginn var 2 klst æfing á dagskrá.  Veðrið var frekar ömurlegt og ég íhugaði alvarlega að sleppa því að fara.  Hausinn var greinilega ekki alveg í lagi. Ég komst þó yfir það og ákvað að drífa mig út í hríðina.  Hjólaði rólega úr Breiðholtinu, niður Elliðaárdalinn og vestur alla borgina, út að Gróttu.  Allan tímann hafði ég austanáttina í bakið. Ljúft.

Strax og ég kom fyrir Gróttu kárnaði gamanið.  Það hafði hlýnað örlítið og úrkoman orðin að rigningu.  Vindhraðinni var hár.  Ég náði þó að böðlast eitthvað, rennandi blautur og farinn á kólna á tám og fingrum.  Ákvað að koma mér aðeins norðar í borgina og hjóla eftir Hringbraut / Miklubraut í stað þess að fylgja ströndinni framhjá Nauthólsvík og  inn Fossvogsdalinn.  Hélt kannski að meira skjól væri innar í byggðinni.  Nei.  Það var hííííífandi rok og beljandi rigning. Beljandi!

Hraðinn nálgaðist ískyggilega 0.  Rétt áður en ég skreið yfir gatnamót Miklubrautar / Háaleitisbrautar sé ég útundan mér að 1/2 lítra ferna utan af AB mjólk (þessari grænu) kemur fjúkandi og hverfur afturfyrir mig. Spái ekkert í því svosem. Ekki fyrr en ég finn aukna mótstöðu í næsta pedalasnúningi og heyri ægilega skruðninga.  Hjólið snarstoppar og ég má teljast heppinn að hafa ekki hlúnkast á hliðina.  Fernan hafði fokið beint í keðjuna og flækst í afturskiptinn, svo neðra tannhjólið harðlæstist.  Ég var með hjólið í lágum gír og beitti afli í mótvindinum (megapower í þessum staurum).  Braut drop-outið og vafði skiptingunni upp, sleit tein á gjörðinni og reif afturbrettið af hjólinu.  Hreeeeessandi.

það var útséð með að hjóla áfram, svo ég kom mér fyrir í fullkomlega óvindheldu strætóskýli á Háleitisbrautinni og beið, rennandi blautur og ískaldur, í 45 mínútúr eftir næsta vagni.  Frábær þjónusta hjá Strætó.

Hélt fyrst að skiptirinn að aftan væri ónýtur.  Við nánari skoðun og spjall við gaurana í Markinu kom þó í ljós að það var bara drop-outið sem brotnaði.  Minna mál, og töluvert ódýrara.

Smelli kannski inn myndum af skemmdunum síðar.

Hraustur

Auglýsingar

2 thoughts on “Allt í skralli

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s