Hægt er hið nýja hratt

Ég setti fyrirspurn inn á vef HFR varðand æfingaprógrammið mitt úr síðustu færslu.  Í kvöld hringdi svo Albert þjálfari klúbbsins í mig til að spjalla og gefa góð ráð.  Ég varð eiginlega hálf hvumsa.  Bjóst ekki við svona frábæru viðmóti og mikilli þjónustulund.  Albert og HFR eiga hrós skilið fyrir að taka svona vel á móti nýliðum.  Algerlega til fyrirmyndar.

Albert gaf góð ráð, sem staðfestu að mörgu leiti það sem ég hafði lesið.  Lykilatriðið í undirbúningi fyrir lengri keppnir er að hjóla 70-80% af æfingatíma á stöðugum hraða sem viðheldur um það bil 60-70% af hámarkspúls.  Albert ráðlagði mér að slaka á í fjórðu vikunni. Hvíla, í stað þess að halda áfram að auka tímann á hjólinu.  Þar að auki ráðlagði hann mér að enda þriðju viku á „keppnislíkri“ æfingu.  Það er 3-3.5 klst á leið með svipaðann prófíl og keppnisleiðin sjálf.  Fjórða vikan á svo að vera róleg.

Hann ráðlagði einnig að bæta við fjórðu æfingunni.  Hugsa að ég geri það með þeim hætti að lengja heimleiðina einu sinni í viku.

Vika 1:
Æfing 1: 60  mín
Æfing 2: 110 mín
Æfing 3: 130 mín

Samtals 5 klst + hjólað í og úr vinnu.

Vika 2:
Æfing 1: 100 mín
Æfing 2: 120 mín
Æfing 3: 180 mín

Samtals 6,6 klst + hjólað í og úr vinnu.

Vika 3:
Æfing 1: 100  mín
Æfing 2: 140 mín
Æfing 3: 210 mín (keppnislík æfing)

Samtals 7,5 klst + hjólað í og úr vinnu.

Vika 4:
Róleg vika. Hjólað í vinnuna.

Jájá, seisei

Hraustur

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s