Hjólagarpurinn mikli

Jæja, þá er Hraustur farinn að æfa markvisst fyrir Haarfagre og Nordsjörittet í sumar.  2. júní og 11. júní.  60 km annars vegar og 90 km hins vegar.  Þetta eru fyrstu skipulegu viðburðirnir sem ég tek þátt í á hjóli.  Er búinn að lesa mig aðeins til um þjálfun í úthaldshjólreiðakeppnum, og sjóða saman prógram sem ég ætla að fylgja næstu vikur og mánuði.

Í þessum bransa er númer 1, 2 og 3 að byggja upp úthald.  Æfa sig í að vera lengi á hjólinu.  Þegar búið er að leggja góðann grunn  hefjast svo lotuæfingar og tempóæfingar til að auka hraðann.  Mér reiknast til að ég hafi þrjá mánuði, 14 vikur til að græja mig.  Ekki seinna vænna að byrja.

Hef ákveðið að nota næstu fjórar vikur í að leggja grunninn með löngum, hægum æfingum á hægum (65-75% af max) púlsi.   Með þessu ætla ég að stunda hot yoga fyrir liðleikann, og hjóla úr og í vinnu sem er stutt.

Vika 1:
Æfing 1: 60  mín
Æfing 2: 100 mín
Æfing 3: 120 mín

Vika 2:
Æfing 1: 100 mín
Æfing 2: 120 mín
Æfing 3: 140 mín

Vika 3:
Æfing 1: 120  mín
Æfing 2: 140 mín
Æfing 3: 160 mín

Vika 4:
Æfing 1:160  mín
Æfing 2: 180 mín
Æfing 3: 220 mín

Þetta verða erfiðar vikur.

Hraustur

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s