Ryksugan á fullu!

Þetta blogg er rykfallið og leiðinlegt eins og er.  Reynum að gera eitthvað í því.

Fyrst af öllu.  Aðalmarkmiðið í meistaramánuðinum náðist!.  15. janúar fitumældi ég mig sjálfur (með fínu accumeasure klemmunni minni).  Mældist á milli 13.7 og 15.7 %.  Mælingarnar eru ekkert sérstaklega nákvæmar, en ég geri ráð fyrir að ég sé undir 15 prósentunum. Horast í desember?  Játakk.

Undanfarnar vikur hafa verið spes.  Frúin fór í aðgerð á upphandlegg 4. jan.

Þegar við lentum í slysinu okkar fyrir jólin 2008, upphandleggsbrotnaði Eygló ansi illa.  Eitthvað skolaðist viðgerðin til í kjölfarið, þannig að nú þurfti að laga þetta varanlega.  Það þýðir að hún getur ekkert notað handlegginn í 6-8 vikur.  Ég ákvað því að taka sumarfríið mitt snemma í ár, svo ég gæti sinnt yngsta afkvæminu, Guðrúnu, átta mánaða.

Ég er því búinn að vera heimavinnandi húsfaðir um stund, sem er fullkomnasta starf í heimi.  Guðrún litla er orðin algjör pabbastelpa.

Ég var búinn að lofa áramótaheitum:

Jan – jún:
1. Taka þátt í a.m.k tveimur hjólreiðaviðburðum. Verða í topp 30% í a.m.k 1 hjólreiðaviðburði.
2. Viðhalda 5x5x100 kg hnébeygju þar til eftir hjólreiðaviðburði.
Þetta krefst þess að ég leysi úr axlameiðslum sem eru að hrjá mig í augnablikinu.
3. Fara niður fyrir 10% líkamsfitu
4. 10 dauðar upphífingar
5. 5 pístólur á hvorum fæti.

Júl – des:
Þyngingartímabil. Ætla að þyngja mig (stríðir alvarlega gegn náttúru minni). Þegar þar að kemur ætla ég að ráðfæra mig við þjálfara. Bíð með frekari markmið þangað til.

Þessi markmið eru að sjálfsögðu opin í báða enda.

Svo er verkefni í undirbúningi. Ég stefni að, í félagi við tvö frábær, að þvera Vatnajökul á gönguskíðum. Nánar um það síðar.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s