Meistarmánuður – uppgjör

Það er kominn tími á að njörva markmið ársins 2011 niður.  En fyrst þarf þó að gera upp árið 2010.
Meistarmánuðurinn fyrst.  Ég ákvað að desember skyldi verða minn meistaramánuður.  Ég setti mér ákveðin markmið. Kíkjum á þau:


1. Ég vakna 05:30 virka morgna alla jafna.
2. Ég sef út a.m.k einu sinni í viku
3. Ég ver tíma með dætrum mínum og eiginkonu
4. Ég borða góðan og hollan mat í 90-95% af öllum máltíðum (það gerir u.þ.b 2-4 “svindlmáltíðir” á viku)
5. Ég hef ekki samviskubit yfir  máltíðunum sem eru óhollar
6. Ég drekk áfengi í hófi
7. Ég fer að sofa fyrir klukkan 23:00 alla jafna
8. Ég stunda útivist
9. Ég hjóla
10. Ég lyfti lóðum
11. Ég mæti í BootCamp
12. Ég hlýði á skilaboð líkamans um meiðsli og þreytu
13. Ég læri eitthvað nýtt
14. Ég er duglegur í vinnunni
15. Ég drekk ekki meira en 2 bolla af kaffi á dag. Þá einungis gott kaffi
16. Ég æfi þó ég sé í útlöndum
17. Ég tileinka mér skilyrðislaust æðruleysi og læt “jólastressið” því ekki taka mig
18. Ég er heiðarlegur
19. Ég er með lægri fituprósentu 1. janúar 2011 en 1. desember 2010
20. Ég skrifa dagbók, daglega eftir bestu getu, opinberlega

1. Gekk vel. Vaknaði snemma þegar það var nauðsynlegt. Stressaði mig þó ekki á þessu þegar það þurfti ekki.
2. Ekkert mál. Gekk sérstaklega vel í jólafríinu 😉
3. Ég ver reyndar alltaf miklum tíma með fjölskyldunni. Þetta var ekki mikil breyting frá daglegu lífi.
4. Þetta gekk svona lala. Ætli ég hafi ekki verið í 75-80% hlutfallinu frekar. Helgaðist m.a. af því að ég var erlendis og gestkomandi. Jólin voru einnig truflandi þáttur
5. Stundum fékk ég móral, viðurkenni það.
6. Held ég þurfi að skilgreina „hóf“. Fann á mér einu sinni (veeeel á mér). Drakk þó töluvert magn af bjór í mánuðinum.
7. Menn sem eiga tvö börn undir 5 ára neyðast til að fara snemma að sofa.
8. Náði einni bunu inn í Eilífsdal með Ísalp. Hefði mátt vera meira.
9. Check!
10. Tók nokkrar lyftingaæfingar, þó hjólreiðarnar og Bootcampið hafi vegið meira.
11. Check!
12. Check! Það er erfitt að hlífa, en það tókst (armbeygjur á hnjánum o.s.frv).
13. Þetta gerði ég ekki markvisst.
14. Check!
15. FAIL.
16. Check. Var sjö daga í Noregi. Náði þrem góðum æfingum á þeim tíma. Réri meðal annars 10 km á einni æfingu. Komst að því að það eru til líkamsræktarstöðvar sem leyfa ekki ermalausa boli. huh?
17. Þurfti oft að minna mig á þetta. Mjög gott að hafa yfirlýst markmið á þessa vegu. Það er nefnilega mjög auðvelt enda með alla fingur í hnút af stressi fyrir jólin.
18. Held þetta hafi  tekist ágætlega.
19. Já, þetta. Þetta var aðalmarkmiðið. Ég hef satt best að segja ekki staðfest hvort markmiðið náðist eða ekki. Það er lélegt af mér. Myndi giska á að ég hafi staðið nokkurn vegin í stað. Þyngdist allavega ekki og allar buxur passa enn.
20. Bloggaði ört framan af, tíðnin lækkaði þegar á leið, og varð engin eftir að ég fór til Norges.

Á heildina litið er ég nokkuð sáttur. Margt hefði mátt vera betra og nákvæmara, en hvað um það.  Mun pottþétt taka svona meistaramánuð aftur á árinu.

 

Auglýsingar

One thought on “Meistarmánuður – uppgjör

  1. Heyrðu minn kæri, ég bíð spennt á kantinum eftir að heyra hvort aðal markmiðinu hafi verið náð…. keep us posted 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s