Team Hoyt

Rick og Dick Hoyt eru feðgar.  Rick, sonurinn, er mikið fatlaður eftir að hafa fæðst með naflastrenginn vafinn um hálsinn þannig að blóðstreymi, og þar með súrefnisflæði, til heilans stöðvaðist í fæðingu.  Heilbrigðisstarfsmenn gáfu foreldrunum enga von um að Rick myndi ná nokkrum bata. Hann var talinn grænmeti.

Það kom þó í ljós að í höfði Rick logaði á perum. Hann, þrátt fyrir að geta hvorki hreyft sig að neinu ráði, né talað, gat lært að tjá sig með aðstoð tölvu.  Þegar Rick var 15 ára bað hann föður sínum að hann vildi taka þátt í 5 mílna hlaupi með sér, til styrktar góðu málefni.  Dick, sem var ekki hlaupari, samþykkti og þeir tóku þátt, og komu í mark næst síðastir.  Rick fékk delluna og Dick, verandi góður faðir, vildi gera hvað sem er til að hjálpa syni sínum að stunda íþrótt sína. Síðan þá hafa þeir tekið þátt í yfir 1000 keppnum, maraþonum, tvíþrautum og þríþrautum.  Þeir feðgar hafa einnig hlaupið/hjólað yfir Bandaríkin á 45 dögum.

Saga þeirra feðga er ótrúleg. Hún er hvatning og inspírasjón.  Hún segir okkur að allt er mögulegt ef hjartað og höfuðið eru á réttum stað.

Dick hefur sagt að hann hefði aldrei lagt stund á þolíþróttir ef ekki væri fyrir son sinn.  „Rick er hugurinn, ég er líkaminn.“

Myndbandið sem fylgir hér að neðan um þá feðga kíki ég oft á þegar ég er í fýlu.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s