Nordsjörittet 2011

Aldrei hef ég verið keppnismaður í íþróttum. Ef frá eru talin tvö Reykjavíkurmaraþon (10km), eitt Brúarhlaup (10km) og nokkur skólamót í handbolta með B liði 5 flokks Völsungs back in the day er keppnisferillinn enginn.

Ekki stefni ég á að verða mikill keppnismaður heldur, enda líklega full seint í rassinn gripið núna verandi hálffertugur, hárlaus (á höfðinu, ekki á bakinu) og með bumbu. Samt, það er gaman að vera með, keppa við sjálfan sig. Enn skemmtilegra er að vera með og keppa við bróður sinn (líka hárlaus á höfðinu og með bumbu, veit ekki með bakið).

Þessvegna bað ég hann að skrá mig með í keppnislið Personalhuset í Nordsjörittet 2011. Færri komast að en vilja, þannig að um miðjan janúar verður dregið úr skráningum og þá kemur endanlega í ljós hvort ég fæ að vera memm.

Nordsjörittet er ca 85 km keppni á blönduðu undirlagi. Mestmegnis er hjólað á malarvegum, en eitthvað á malbiki líka. Þessi keppni er orðinn einn af fjölmennustu hjólreiðaviðburðum Noregs og er pláss fyrir 12000 keppendur á næsta ári. 12000 er sæmilegur fjöldi og má búast við töluverðu kraðaki við rásmark.

Ég, í öllum mínum nördaskap er búinn að liggja yfir þessu, þó í raun sé allsendis óvíst hvort af verður. Er meira að segja farinn að spá í hvernig hjól ég eigi að kaupa mér…..sækó!

Smá myndband:

Hraustur

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s