Sá á kvölina sem á völina

Ég hef mörg áhugamál þegar kemur að líkamsrækt og íþróttum. Mig langar til að taka þátt í alskonar.

Mér finnst gaman að lyfta og vil vera sterkur.  Ég trúi að lyftingar séu með heilsusamlegri almenningsíþróttum sem hægt er að stunda (séu þær stundaðar rétt).  Ótal rannsóknir sýna fram á jákvæð áhrif lóðalyftinga á starfsemi hjartans, styrk stoðkerfis og andlegs heilbrigðis.  Fyrir utan þetta eru áhrifin á sjálfsálitið, sem eru veruleg.  Það jafnast fátt við það að upplifa sig sem sterkan einstakling.  Lyftingar er sú líkamsrækt sem ég hef stundað hvað grimmast undanfarin tvö ár.  Fyrst samkvæmt Stronglifts 5×5, svo samkvæmt NROL, og nú aftur Stronglifts.  Báðar aðferðir eru frábærar.  Stronglifts einföld og góð og sérlega heppileg fyrir byrjendur.

Ég fíla hjólin mín.  Ég geri mér þó engar grillur um að verða framúrskarandi hjólari. En mig langar til að taka þátt í keppnum og vera í fremsta fjórðungi, ef svo má að orði komast.  Mig langar til að verða meira en bara samgönguhjólreiðamaður. Það krefst þess að ég æfi eins og hjólreiðamaður.  Það hef ég ekki gert hingað til og mig langar.  Það er þó ekki vænlegt til vinnings að æfa lyftingar með það að markmiði að stækka og styrkjast og æfa hjólreiðar með það að markmiði að hjóla langt.

Klifur…þarna skortir mig sjálfstraust.  Fyrir 2-3 árum skellti ég mér í Ísalp og fór að stunda ísklifur.  Náði nokkrum góðum túrum, með hápunkti á ísklifurfestivali árið 2007.  Það var frábært.  Svo meiddist ég og varð að leggja axirnar á hylluna í bili.  Nú hef ég jafnað nægilega af meiðslum til að byrja aftur.  Vandamálið við ísklifur (og reyndar útivist allmennt) er að hún er gríðarlega tímafrek.  Ef stefnan er tekin eitthvað annað en á Esjuna eða Helgafellið verður að reikna með deginum öllum í verkefnið.  Það fer illa saman við fjölskyldulífið (sem gengur auðvitað fyrir) ef á að stunda klifrið af einhverju viti.  Þetta er eitthvað sem mig langar til að gera mikið af, en hef ekki gert neitt af lengi.

Almenn útivist.  Hér má að mörgu leiti segja það sama og um klifrið.  Það er tímafrekt að leika sér utandyra ef vel á að vera.  Niðurstaðan er að ein til  tvær styttri ferðir og ein lengri verða að duga á hverju ári.  Með tíð og tíma ætla ég að auka þetta.  Maður er aldrei meira lifandi en úti, undir berum himni, fjarri mannabyggðum og með allan farangur á bakinu.

BootCamp.  Þetta er nú meiri snilldin.   Þarna æfi ég til að byggja þol og úthald og til að fá skemmtilegar æfingar frá góðum (og hressum) þjálfurum.  Ég er nýbyrjaður að mæta aftur í BootCamp (dýrð sé Guði í upphæðum!).  Á pínu erfitt með að gera bæði BC og Stronglifts (er samt að reyna), auk þess að hjóla úr og í vinnu.  Verð helvíti þreyttur í skrokknum.

Sá á kvölina sem á völina.  Það þarf  að velja, því það er ekki praktískt að stunda þetta allt af fullum krafti.  Hvað skal gera, hvað skal gera?

Hraustur

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s