Hraustur Meistaramánuður

Nú er ég búinn að vera á heilsuvagninum síðan um miðjan júní (minnir mig).  Þetta er að verða hálft ár…tíminn líður.  Ragga Nagli hefur haldið mér við efnið í mataræðinu og ég hef sjálfur lyft, hjólað og púlað til að halda geðheilsunni og sem mestu af vöðvunum heilum.

Nú er desember mánuður handan við hornið. Jólin. Þá er nú freistandi að henda inn handklæðinu og játa sig sigraðann.  Éta bara á sig gat og taka á fituaukningunni eftir áramót.

Ekki Hraustur. Ég ætla ekki að velja þá leið.  Ég ætla að taka minn fyrsta Meistaramánuð í desember.

Jájá..flottflott. En hvað er Meistaramánuður?  Hugmyndin er komin frá tveim herramönnum, Magnúsi Berg Magnússyni og Þorsteini Kára Jónssyni, mönnum sem ég þekki ekki neitt.  Heimasíða þeirra er hér.

Grunnhugmynd þeirra meistara er:  „…þátttakendur taka mánuð í það að vakna fyrr, hreyfa sig, borða vel og njóta lífsins betur en ella. Sá mánuður kallast Meistaramánuður.“

Svigrúmið er mikið. Hér er hægt að setja sér allskyns reglur sem stuðla að betra og hamingjusamara lífi.

Já, en á maður ekki að stuðla að betra og hamingjusamara lífi alla mánuði ársins?

Jú, auðvitað! Það geri ég svo sannarlega. En hér er um sérstaklega erfiðan mánuð að ræða, og full ástæða til að huga vel að því hvernig hægt er að bæta heilsu sína og líferni þrátt fyrir alla ofgnóttina sem fylgir jólahátíðinni.

Hvernig verður Hraustur Meistarmánuður?

Ég hef engann áhuga á að neita mér um lífsins gæði. Til þess er lífið of stutt. Ég vil ekki neita mér um góðan mat eða drykk. Ég vil ekki neita mér um gott kamlegt ástand, mikinn styrk, liðleika eða góða heilsu almennt.  Þessvegna þarf að vera jafnvægi á öllum hlutum.  Hraustur Meistaramánuður gengur út á að njóta lífsins.

Hvað geri ég til að njóta lífsins?

1. Ég vakna 05:30 virka morgna alla jafna.
2. Ég sef út a.m.k einu sinni í viku
3. Ég ver tíma með dætrum mínum og eiginkonu
4. Ég borða góðan og hollan mat í 90-95% af öllum máltíðum (það gerir u.þ.b 2-4 „svindlmáltíðir“ á viku)
5. Ég hef ekki samviskubit yfir  máltíðunum sem eru óhollar
6. Ég drekk áfengi í hófi
7. Ég fer að sofa fyrir klukkan 23:00 alla jafna
8. Ég stunda útivist
9. Ég hjóla
10. Ég lyfti lóðum
11. Ég mæti í BootCamp
12. Ég hlýði á skilaboð líkamans um meiðsli og þreytu
13. Ég læri eitthvað nýtt
14. Ég er duglegur í vinnunni
15. Ég drekk ekki meira en 2 bolla af kaffi á dag. Þá einungis gott kaffi
16. Ég æfi þó ég sé í útlöndum
17. Ég tileinka mér skilyrðislaust æðruleysi og læt „jólastressið“ því ekki taka mig
18. Ég er heiðarlegur
19. Ég er með lægri fituprósentu 1. janúar 2011 en 1. desember 2010
20. Ég skrifa dagbók, daglega eftir bestu getu, opinberlega

Eins og þeir félagar Magnús og Þorsteinn, býð ég hverjum sem vill að taka þátt.

Hraustur

P.s.: Smá hvatning

Auglýsingar

3 thoughts on “Hraustur Meistaramánuður

  1. Dj0full er ég ánægður með þig gamli. Ég ætti að fara að drullast til að taka þig mér til fyrirmyndar og gera hlutina rétt og almennilega

  2. Takk fyrir það Vísundur. Maður reynir að halda sér ferskum með öllum ráðum. Á annars ekkert að kíkja á Klakann um jólin?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s