Heima á ný!

Lét loks verða að því að hunskast aftur í Bootcamp. Nær þriggja ára hléi er nú lokið. Mér líður eins og ég sé kominn
heim til mín. Það er svo ótrúlega gaman að takast á við flippuðu æfingarnar sem þjálfurunum dettur í hug. Í morgun
var upphitunin til dæmis: „Út! Þú átt að snerta þrjú hótel. Frjáls leið.“ Byrjaði daginn sem sagt á því að snerta Hilton,
Grand og Ísland. Spes.

Hilton Grand Ísland

Annars er það að frétta af meiðslum að hnéð, sem var helsta ástæða þess að ég hætti í BC á sínum tíma, hefur verið alveg til friðs (sjöníuþrettán). Vinstri öxlin sem varð fyrir hnjaski í bílslysinu okkar hefur hins vegar verið til vandræða. Armbeygjur eru vandamál (og aðrar axlamiðaðar æfingar). Ég hef því ákveðið að armbeygjur geri ég á hnjánum (þó það sé niðurlægjandi) og reyni að finna alternatívar æfingar fyrir dýfur og þessháttar. Eftir BC æfingar ríf ég aðeins í lóðin til að styrkja vöðva á milli herðablaðana (hvað sem þeir nú heita). Vonandi leiðréttir það líkamsstöðuna aðeins og dregur úr þessum bölvuðu verkjum í öxlinni.

Heilsufarið er gott. Ragga nagli heldur mér við efnið í mataræðinu og hefur mörinn lekið af mér hægt og rólega. Sixpakkið er meira að segja farið að gægjast fram undan bumbunni þrálátu. Lyftingarnar, hjólreiðarnar og intervalæfingarnar hafa greinilega haldið mér í sæmilegu ástandi, því ég næ að tolla sæmilega framarlega í flokki á BC æfingunum.

Aðalmarkmið mitt á seinnihluta ársins er að koma mér niðurfyrir 17% fituhlutfall. Í síðustu mælingu mældist ég 17.5%. Þetta nálgast og ég gæli við að ná undir 16% fyrir áramót. Það þýðir að í desember má ég ekki bæta á mig spekki. Verðugt markmið fyrir lífsnautnasegginn.

Hraustur

Auglýsingar

One thought on “Heima á ný!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s