Vík frá mér….

sykursatan

Auglýsingar

Koma, gera, fara

Það er gaman að virða fyrir sér fólk í ræktinni (laumulega auðvitað) og spá og spögúlera í því sem það tekur sér fyrir hendur.
Sjálfum finnst mér best að hafa dagskránna niðurnjörfaða þegar ég geng inn í salinn. Ég veit oftast nákvæmlega hvaða æflingar ég ætla að framkvæma og hvaða þyngdir eiga að hreyfast.  Markmið dagsins eru ljós.  Ég vil koma, gera, fara. Ekkert hangs. Svona fólk er áberandi. Það er oftast rennandi blautt, rymjandi og/eða örmagna.  Það mætir líka regluega.
Margt fólk virðist ekki hafa þetta svona.  Virðist ráfa frekar stefnulaust á milli tækja og er sífellt að „þreifa fyrir sér“.  Svitnar hvorki, né rymur. Virðist ekki vera með hugann við efnið.  Þetta fólk hefur eflaust löngun og metnað til að gera vel, en kann ef til vill ekki til verka og sóar því tíma sínum. Einkaþjálfari eða strúktúrerað prógramm á borð við SL 5×5 er málið fyrir þennan flokk.
Svo eru „saumaklúbbatýpurnar“ sem virðast ekki vera í ræktinni til að taka á því yfirhöfuð.  Það er mjög algent að sjá fólk verja lengri tíma röltandi á hlaupabrettinu, spjalla við náungann, lesa bók og svo framvegis.  Hugsanlega er þetta fólk að vinna sig uppúr meiðslum eða er að byrja rólega eftir langa kyrrsetu.  Ef svo er tilheyrir það ofur skipulagða hópnum mínum.  Oftast (held ég) er þetta fólk þó að friða samviskuna. Mæta til að mæta, en er of lint við sjálft sig. Fílar ekki sviðann og nennir ekki að taka á því.  Tímasóun!  Jájá, allt er betra en ekkert en í guðana bænum….reynið að taka aðeins á því! Það er enn betra.

Hraustur