Pabbi lyftir

Að lyfta lóðum er góð skemmtun….og heilbrigð.

Orginalinn hringdi í mig um daginn og bað mig að redda sér lyftingaprógrammi.   Hjartað í mér tók kipp af gleði. Ég veit fátt skemmtilegra en að spá og spögúlera í lyftingum (er svoddan visserbesser).  Ég svo ánægður með foreldra mína.  Þau eru búin að stunda ræktina grimmt í Noregi þar sem þau búa.  Þau hafa náð gríðarlegum árangri með aðhaldi í mataræði og reglulegri ástundun æfinga.  Held að mamma hafi snarað af sér á þriðja tug kílóa síðan þau byrjuðu.  Frábært! Ég er stoltur af þeim og lít upp til þeirra. Það er meira að segja það að rífa sig upp eins og þau hafa gert. Harkan sex.

Pabbi er greinilega búinn að átta sig á því að þoltækjapúl og vélalyftingar skila manni ekki nema ákveðið langt.  Fyrir utan hvað það er  bölvanlega leiðinlegt að ráfa um tækjasalinn og vita ekki almennilega hvað maður ætlar að gera næst.  Nú ætlar hann að gera þetta almennilega.

Allavega, ég mælti með stronglifts 5×5 fyrir gamla.  Frábært æfingakerfi fyrir byrjendur. Mikil áhersla er lögð á samsettar lyftur og að þær séu framkvæmdar rétt og skilmerkilega.  Ef þú hefur ekki mikla reynslu af lyftingum en langar til að prófa, þá mæli ég með stronglifts 5×5.

Hraustur

Auglýsingar

2 thoughts on “Pabbi lyftir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s