Asymmetría

Öll erum við ósamstæð í vextinum.  Það er eðlilegt að sú hlið likamans sem er „óvirkari“, í flestum tilvikum vinstri hliðin, sé rýrari en virkari hliðin.  Boddíbilderar leggja ríka áherslu á að rétta úr þessu með öllum tiltækum ráðum, svo þeir verði sætir og fínir á sviði.

Ég er ekki boddíbilder.  Það er, markmið mitt er ekki fyrst og fremst að verða sætur og fínn.  Ég hef takmarkaðann áhuga á að vaxa af mér allt hár og lúðra á mig brúnkukremi.  Menn verða kjánalegir af slíku.  Markmiðið er hins vegar að verða hraustur og sjálfsöruggur, og þar með sætur og fínn.  Þessvegna fer ósamstæðið á mínum skrokki í taugarnar á mér. Svo er ég pínu spes.  Hægri fótleggur (ráðandi) er rýrari en sá vinstri (víkjandi). Þetta er vegna hnémeiðsla sem ég hef vælt út af áður.  Þá er vinstri handleggur og öxl (víkjandi) rýrari en góðu hófi gegnir vegna axlameiðsla í bílslysi.

Til að ráða bót á ósamstæðum vexti/styrk er gott að nota asymmetrískar æfingar. Það er, æfingar sem þjálfa annan helming líkamans fyrst, og svo hinn.  Reglan er sú að nota sömu þyngdir báðu megin og byrja á veikari hliðinni.  Æfingin er framkvæmd í tilætlaðan fjölda endurtekninga á veiku hliðinni.  Þá er skipt og æfingin framkvæmd á sterkari hliðinni í jafn margar endurtekningar.

Dæmi: Ég geri Bulgarian split squat þannig að ég held á 10 kg lóðum í hvorri hendi.  Set vinstri fótinn (minn sterkari) afturfyrir mig upp á bekk og geri 10 endurtekningar á hægri fæti.  Svo skipti ég og framkvæmi 10 endurtekningar á vinstri fæti þó ég geti hugsanlega gert mun fleiri á þeim fæti. Ekki freistast til að gera fleiri endurtekningar á sterkari hliðinni!

Hér eru nokkur dæmi um asymmetrískar æfingar.  Þær eru eflaust mun fleiri, en þetta eru þær sem ég hef notað hingað til.

Neðri:

Bulgarian split squat

Lunge

Step up

Pistols

Efri:

One arm dumbell push press

One arm dumbell benchpress

One arm dumbell row

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s