Five Fingers – Fimm fingur í tær

Er þetta góð hugmynd?

Mig dreymir um að byrja á hlaupa aftur.  Aðallega svo ég geti farið aftur að stunda BootCamp sem er án efa LANG besta æfingakerfi sem í boði er á Íslandi og þótt víðar væri leitað.  Biggi, Robbi og þjálfarateymi þeirra eru að gera meistaraverk á hverjum degi.

En, sem sagt, mig dreymir um að hlaupa á ný.  Spurði sjúkraþjálfarinn minn (Veigur Sveinson hjá AFL sjúkraþjálfun) um leyfi um daginn. Hann sagði: „Enga vitleysu“.  Hann metur það s.s þannig að hnéið sé ekki tilbúið í hlaup.  En hvað ef það er til möguleiki til að hlaupa án þess að valda jafn miklu álagi á hnén og áður?  Og hvernig má það vera að hlaupaskór sem eru eins og gúmmíhanskar fyrir fæturna geti verið lausnin?

Vibram, sem framleiðir Five Fingers (FF) heldur því fram að hlaupastíll þeirra sem nota FF breytist.  Í stað þess að lenda af fullum þunga á hælnum eins og fólk flest, sem notar hefðbundna hlaupaskó, gerir lendir hlauparinn á táberginu og/eða fætinum flötum.  Þetta leiðir til þess að höggið dempast fyrst og fremst af vöðvum í öklum og kálfum og leiðir því í minna mæli upp í hné og önnur efri liðamót.  Spekingar hafa meira að segja fleygt því fram að NIKE beri ábyrgð á ónýtum hnjám hlaupara síðstu kynslóða.  Hvað er til í því veit ég ekki.

Þessi hlaupastíll hefur verið kenndur lengi og kallast POSE.  Það gæti því verið að lausnin sé fundin. Ég er byrjaður að prófa (í trássi við ráðleggingar Veigs) að hlaupa á sokkaleistunum á hlaupabretti.  Stuttar vegalengdir (400 m spretti o.þ.h).  Ætla að fikta mig áfram við þetta á næstu vikum og sjá hvaða áhrif þetta hefur.  Varlega skal þó farið því ég er búinn að hafa fjandans nóg fyrir því að koma hnénu í það horf sem það er í dag.

Kannski blæði ég einhvern tíma í FiveFingers KSO skó.  Þeir kosta 25 k í Íslensku ölpunun, sem mér finnst HELVÍTI bratt.  Hafi einhver áhuga er hægt að fá þá á 85 dollara + sendingarkostnað á VibramFiveFingers.com.

Hraustur

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s