Die Antwoord

Die Antwoord er það nýjasta í Groovesharknum mínum.  Hrasaði um þessa rugludalla í einhverju gúglefú atriði um daginn. Alger tilviljun.  Sá þetta myndband fyrst:

.

Hef svo sem ekki mikið vit á rappi, en það er augljóst að þessi gaur er með tæknina í lagi.  Svo er þetta svo ARTÍ.  Ekki gefinn neinn afsláttur á furðulegheitunum.  Þau eru meira að segja með progeria sjúkling í vídjóinu.  Geri aðrir betur. Stemningin minnir örlítið á Aphex Twin þegar hann var upp á sitt besta.  Ég er að fíla þetta. Melódískt égveitekkihvað með frussurappi Ninja í forgrunni og geimverurödd Yo-Landi Vi$$er á kantinum.

Die Antwoord eru eðal dæmi um internetfyrirbæri sem skyndilega nær gríðarlegum vinsældum.  Meme, eða viral phenomenon eru hugtök sem lýsa þessu ágætlega.  Alger sprenging í vinsældum á örskömmum tíma, heilum níu mánuðum eftir að myndbandið hér að ofan var sett á vefinn.  Magnað.

Rosa fjör!

Tónleikar þeirra í Die Antwoord eru víst góð skemmtun.

Í þessu mynbandi má sjá Yo-Landi múna í leigubíl.

Annað hresst myndband.

Að lokum Die Antwoord á Grooveshark

Pælið íessu

Hraustur

Auglýsingar

Pabbi lyftir

Að lyfta lóðum er góð skemmtun….og heilbrigð.

Orginalinn hringdi í mig um daginn og bað mig að redda sér lyftingaprógrammi.   Hjartað í mér tók kipp af gleði. Ég veit fátt skemmtilegra en að spá og spögúlera í lyftingum (er svoddan visserbesser).  Ég svo ánægður með foreldra mína.  Þau eru búin að stunda ræktina grimmt í Noregi þar sem þau búa.  Þau hafa náð gríðarlegum árangri með aðhaldi í mataræði og reglulegri ástundun æfinga.  Held að mamma hafi snarað af sér á þriðja tug kílóa síðan þau byrjuðu.  Frábært! Ég er stoltur af þeim og lít upp til þeirra. Það er meira að segja það að rífa sig upp eins og þau hafa gert. Harkan sex.

Pabbi er greinilega búinn að átta sig á því að þoltækjapúl og vélalyftingar skila manni ekki nema ákveðið langt.  Fyrir utan hvað það er  bölvanlega leiðinlegt að ráfa um tækjasalinn og vita ekki almennilega hvað maður ætlar að gera næst.  Nú ætlar hann að gera þetta almennilega.

Allavega, ég mælti með stronglifts 5×5 fyrir gamla.  Frábært æfingakerfi fyrir byrjendur. Mikil áhersla er lögð á samsettar lyftur og að þær séu framkvæmdar rétt og skilmerkilega.  Ef þú hefur ekki mikla reynslu af lyftingum en langar til að prófa, þá mæli ég með stronglifts 5×5.

Hraustur

Man The Fuck Up

Man The Fuck Up.

Stundum þarf ég að minna sjálfan mig á að halda mig við efnið. Þegar réttlætingarnar og afsakanirnar leita á, þá er gott að grípa í þennan vef.  Allt fólk sem stundar líkamann ætti að hafa þennan vef í favorites og líta þar við þegar „ég er búinn að vera svo duglegur að ég þarf ekkert að æfa í dag“, eða „ég borðaði hreint í allann gærdag svo það hlýtur að vera í lagi að fá sér kleinuhring með kaffinu“, eða „Greyið ég sem þarf að hafa fyrir árangrinum“.

So….

MTFU!

Ég er farinn í ræktina!

Hraustur

35 ára og þokkalegur bara

Jæja…karlinn orðinn þrjátíuogfimm bara.  Hálffertugur! Hvenær verður maður eiginlega fullorðinn?

Eins og lesendur þessarar síðu vita er Hraustur hriiiikalega vel giftur.  Frúin, í félagi við dæturnar tvær kom færandi hendi í morgun með sjóðandi heitt par af Vibram FiveFingers handa gamla.  Þá var nú kátt á hjalla.

Hvernig á svo að halda upp á daginn?  Í kvöld verður því Nánasta boðið í súpusopa og kökusneið í Háberginu.  Þá verður nú gaman. Ég elska að halda upp á afmælið mitt.

Allavega… er kátur í dag!!

Hraustur