Hraustur lekur

WOD:
Upphitun 1000 metra róður

3 hringir: Turnstiginn (17 hæðir) + 3o m bjarnarganga + 20 highpulls + 30 m bjarnarganga + 20 niðurtog.  Tími 35 mín.
Teygjur.

Jáhá..

Ég er í sumarfríi þessa dagana.  Nýt lífsins til hins ítrasta.  Hef undanfarið staðið í stórræðum. Eignaðist þann 23. maí Hraustsdóttur númer 2 – Guðrún. Fegurðardís og hörkutól með meiru.  Stóra systir – María – líka hörkutól með meiru er þvílíkt ánægð með gripinn.  Eðli málsins samkvæmt verjum ég og María miklum tíma saman núna.  Frúin er með Guðrúnu á brjósti og það allt.  Við María erum því eins og eitt.  Förum í sund oft í viku, leikum úti, lesum, litum og allt hvaðeina.  Stelpan – tæplega fjögurra ára – er adrenalínfíkill.  Er með sundrennibrautir á heilanum og nennir sko ekki að dóla sér í barnarennibrautunum – þær eru drasl.  Það eru bara þær stóru sem blíva.  Áltanesrennibrautin er í uppáhaldi, enda hæsta braut landsins.  Ég leyfði henni meira að segja húrra einni niður þar um daginn – mörgum sinnum. Uppskar illt auga frá hænumömmunum á svæðinu fyrir vikið. Fékk svo hörku móral sjálfur seinna um daginn.  Kannski pínu riskí.  Geri það ekki aftur.  En hvað um það. María elskar að renna sér. 

 Svo fór ég í bakpokaferð um daginn með strákunum (ég á svo skilningsríka konu).  Skröltum um Fjörður austan Eyjafjarðar í þrjá daga.  Frábær stemning, frábært veður, frábær félagsskapur, frábært umhverfi.  Ég verð að fá meira af þessu í sumar.

Svo er ég farinn að leka.  Réði „lífsílsráðgjafa“ til að tjónka við mataræðið sem enn og aftur var komið í rugl.  Horfðist í augu við staðreynd málsins að ég var ekki að meika þetta sjálfur.  Og ráðgjafinn er sko ekkert slor.  Fitness celibrité par exellance, Ragga Nagli, engin önnur takk fyrir!  Hraustur í góðum höndum þar skal ég segja ykkur, enda er ég farinn að leka. 

Þannig er nú það. Góður ráðgjafi, gulls ígildi!

Hraustur

Auglýsingar

One thought on “Hraustur lekur

  1. Ragga er ÆÐI 🙂 Og líka frænka mín… komst að því fyrir tilviljun að við erum þremenningar!!!!

    Hlakka til að sjá mjónulíus í brúðkaupinu í september 🙂

    kv/Soffía hin athugasemdaglaða

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s