Ja, hvur þremillinn!

Mér finnst gaman að kynna mér nýja tónlist og nýjar hljómsveitir.  Reyndar er það orðum ofaukið. Mér finnst gaman að kynnast nýjum þungarokkshljómsveitum.  Oft með það að leiðarljósi að finna hvetjandi tónlist fyrir ræktina eða hjólatúrana.


Stundum finnur maður eitthvað frábært sem kemur manni á óvart.  Arch Enemy (já, kjánalegt nafn, ég veit það) er sænskt metalband sem var upprunalega stofnað sem súpergrúppa með miklum þungaviktarmönnum úr sænsku metalsenunni, en fyrir þau ykkar sem ekki þekkið metal þá eru svíar öflugir á þeim vettvangi.

Tónlist A.E flokkast með melódísku dauðarokki, sem er afar eyrnvænt af dauðarokki að vera.  Greinileg áhrif frá speed og thrashmetalböndum 9. áratugarins skína í gegn.

Ég hnaut um þetta band á grooveshark eins og með mörgu önnur bönd. Frábær vefur það.

Ég hlustaði á nokkrar plötur með bandinu (diskógrafía hér) í vinnunni og fílaði vel. Platan Doomsday Machine frá 2005 höfðar einna mest til mín eins og er. Það er þó líklega vegna þess að ég er búinn að verja mestum tíma í hana.  Hröð og groggí gítarriff, gítarsóló á ljóshraða og urrandi rödd yfir.

Þetta lag er gott dæmi: Nemesis .Þegar nirðir finna eitthvað sem þeim líkar grufla þeir. Ég var búinn að hlusta töluvert á bandið þegar ég kíkti á heimasíðu þess.  Haldiði að ég hafi orðið hissa þegar ég sá að þetta er maðurinn á bak við urrið.

Starfsmenn jafnréttisstofu hljóta að vera sáttir við Arch Enemy.

Hér er myndband við Nemesis af YT

Og þið píkupopparar. Gefið þessu séns. Hendið nokkrum lögum inn á iPoddinn og takið með í ræktina. Ég lofa ykkur að þið hlaupið hraðar, lyftið þyngra og hoppið hærra.

Auglýsingar

2 thoughts on “Ja, hvur þremillinn!

  1. Kúl, tékka á þessu bandi! Er einmitt alltaf að reyna að finna nýja ræktartónlist. Enn sem komið er toppar ekkert Rammstein 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s