Hjólin mín

Ég er búinn að hugsa mikið um að kaupa mér annað hjól til viðbótar við Jamis fjallahjólið mitt.  Síðasta haust ákvað ég að hjóla í stað þess að nota bílinn.  Ég ákvað fljótlega að ég vildi eignast hjól sem hentar betur innanbæjar en Jamisinn.  Ég fann eitt hjól sem mér leist vel á, en því var stolið úr Markinu áður en ég gat fjárfest í því.  Ísland er lítill markaður fyrir reiðhjól. Því var ekki um auðugan garð að gresja hvað úrval á hjólum varðar eftir það. Ég breytti því Jamisnum í innanbæjarhjól með sléttum dekkjum, ljósum og skítbrettum.  Notaði náttúrulega nagla í vetur.
Ég varði svo mjög miklum tíma í vetur í að kynna mér hjólreiðar og mismunandi gerðir hjóla.  Nú er ég loksins búinn að átta mig og velja mér nýtt hjól. Gæjarnir í Markinu eru búnir að panta Scott Speedster S30 fyrir mig og samkvæmt nýjustu upplýsingum verður hjólið tilbúið í dag.  Ég er að míga í mig úr spenningi.  Það verður farið út að hjóla í kvöld ef allt gengur að óskum.
Húrra!
Hraustur
Auglýsingar

2 thoughts on “Hjólin mín

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s