Allskonar um blogg

Æfingar dagsins

Hjólað úr og í vinnu

—-

Hraustur er bloggfiíkill.

Ég ver tölverðu af fritíma minum a netinu, að lesa blogg, spjallþræði, samskiptavefi og fréttavefi.  Ég hef nokkrum sinnum gert tilraun til að halda úti eigin bloggi.  Eins höfum við i famelíjunni haldið úti bloggi.  Það er frekar lítið lífsmark með því, sem og öðrum bloggum sem ég hef ritað.

Ég held samt að eg geti vel skrifað blogg.  Eg er skítsæmilegur penni, þegar ég legg mig fram.  Ég veit líka að ég verð betri eftir þvi sem ég skrifa meira.  Æfingin skapar meistarann þar, sem í öðru.

Ég ætla því að lyfta þessu bloggi á æðra plan.  Uppfæra reglulega og hafa eitthvað vit i pistlunum, meira en bara æfingar dagsins.  Ég ætla þó að færa æfingadagbók „áfram“ (ekki eins og ég hafi gert mikið af því undanfarið).

Að vefjunum sem ég held upp á.  Hér til hliðar er uppfærður listi.  Hann samanstendur af nokkrum flokkum

Hjólreiðar:

 • Bikeradar:  Breskur hjólreiðavefur.  Þar er spjallborð sem eg les oft mér til skemmtunar og fróðleiks.
 • Fjallahjolaklubburinn: Íslenski fjallahjólaklubburinn.  Félag sem ég er meðlimur í.  Þar er spjallborð sem ég kíki reglulega á.  Samt ekkert rosalega mikið fjör þar.
 • HFR: Hjólreiðafelag Reykjavíkur.  Félag sem ég er meðlimur í. Kíki oft a spjallborðið og sölutorgið. Þar er stundum hægt að finna spennandi hjóladót til sölua
 • Fat Cyclist: Amerískur ofurbloggari um hjólreiðar.  Afbragðsgóður penni sem lætur gott af sér leiða.  Samsama mig pinulitið með honum.  Af þvi ég er feitur a hjoli sko 😉

Likamsrækt:

 • Ragga Nagli: Hress kerling sem skrifar um mat, lyftingar og annað sem viðkemur heilbrigðu liferni.
 • Skuli einkaþjalfari (Púlsþjálfun): Fróðlegur vefur um heilsurækt. Greinilega karlar sem vita hvað þeir syngja
 • Bootcamp spjallið: Lokaður spjallvefur nú- og fyrrverandi BootCampara.
 • Crossfitfootball: Crossfitvefur með skemmtilegum WOD-um sem ég nýti mer stundum.  Sumt er samt of hardcore fyrir hnén mín.
 • Crossfit Tallahassee: Crossfitvefur sem býður upp á „offsite“ WOD.  WOD sem hægt er að gera þegar ekki er aðgangur að líkasræktarstöð eða tækjabúnaði. Fint i sumarfríinu.  Býður einnig upp á app fyrir iphone og android síma, svo hægt se að nálgast WOD-in hvar og hvenær sem er.
 • Stronglifts: Fer kannski ekki reglulega núorðið, en notaði mikið á tímabili.  Frábær vefur fyrir kraftlyftingafólk. Serstaklega byrjendur.  Þarna lærði ég flest allt sem ég kann um lyftingar.

Útivera:

 • Isalp: Íslenski alpaklúbburinn.  Félag sem ég er meðlimur í og fyrrverandi stjórnarmaður.  Einskonar online „klúbbhús“ fjallamanna a Íslandi.

Blogg og fréttir:

 • Eyjan: Egill Helgason er frábær
 • Pressan: Af því bara.
 • Kari Harðarsson: Frábær bloggari sem hittir nær alltaf í mark.  Kenndi mér í HR. Flottur gaur. Nerd og hjólari.  Gamla bloggið hans er hér
 • Soffia veðurfrettaskvísa: Vinkona og Bootcampari.
 • DV: Besta blað landsins
 • Dr. Gunni: Frábær bloggari og mikið tónlistarguru.

Hugsanlega er einhverjir fleiri vefir. Man bara ekki eftir þeim i svipinn.

Auglýsingar

One thought on “Allskonar um blogg

 1. Vei vei… sá hrausti er kominn aftur 🙂 Er einmitt nýbúin að uppgötva púlsþjálfunarsíðuna, mjög góð síða!! 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s