Ja, hvur þremillinn!

Mér finnst gaman að kynna mér nýja tónlist og nýjar hljómsveitir.  Reyndar er það orðum ofaukið. Mér finnst gaman að kynnast nýjum þungarokkshljómsveitum.  Oft með það að leiðarljósi að finna hvetjandi tónlist fyrir ræktina eða hjólatúrana.


Stundum finnur maður eitthvað frábært sem kemur manni á óvart.  Arch Enemy (já, kjánalegt nafn, ég veit það) er sænskt metalband sem var upprunalega stofnað sem súpergrúppa með miklum þungaviktarmönnum úr sænsku metalsenunni, en fyrir þau ykkar sem ekki þekkið metal þá eru svíar öflugir á þeim vettvangi.

Tónlist A.E flokkast með melódísku dauðarokki, sem er afar eyrnvænt af dauðarokki að vera.  Greinileg áhrif frá speed og thrashmetalböndum 9. áratugarins skína í gegn.

Ég hnaut um þetta band á grooveshark eins og með mörgu önnur bönd. Frábær vefur það.

Ég hlustaði á nokkrar plötur með bandinu (diskógrafía hér) í vinnunni og fílaði vel. Platan Doomsday Machine frá 2005 höfðar einna mest til mín eins og er. Það er þó líklega vegna þess að ég er búinn að verja mestum tíma í hana.  Hröð og groggí gítarriff, gítarsóló á ljóshraða og urrandi rödd yfir.

Þetta lag er gott dæmi: Nemesis .Þegar nirðir finna eitthvað sem þeim líkar grufla þeir. Ég var búinn að hlusta töluvert á bandið þegar ég kíkti á heimasíðu þess.  Haldiði að ég hafi orðið hissa þegar ég sá að þetta er maðurinn á bak við urrið.

Starfsmenn jafnréttisstofu hljóta að vera sáttir við Arch Enemy.

Hér er myndband við Nemesis af YT

Og þið píkupopparar. Gefið þessu séns. Hendið nokkrum lögum inn á iPoddinn og takið með í ræktina. Ég lofa ykkur að þið hlaupið hraðar, lyftið þyngra og hoppið hærra.

Auglýsingar

Hjólin mín

Ég er búinn að hugsa mikið um að kaupa mér annað hjól til viðbótar við Jamis fjallahjólið mitt.  Síðasta haust ákvað ég að hjóla í stað þess að nota bílinn.  Ég ákvað fljótlega að ég vildi eignast hjól sem hentar betur innanbæjar en Jamisinn.  Ég fann eitt hjól sem mér leist vel á, en því var stolið úr Markinu áður en ég gat fjárfest í því.  Ísland er lítill markaður fyrir reiðhjól. Því var ekki um auðugan garð að gresja hvað úrval á hjólum varðar eftir það. Ég breytti því Jamisnum í innanbæjarhjól með sléttum dekkjum, ljósum og skítbrettum.  Notaði náttúrulega nagla í vetur.
Ég varði svo mjög miklum tíma í vetur í að kynna mér hjólreiðar og mismunandi gerðir hjóla.  Nú er ég loksins búinn að átta mig og velja mér nýtt hjól. Gæjarnir í Markinu eru búnir að panta Scott Speedster S30 fyrir mig og samkvæmt nýjustu upplýsingum verður hjólið tilbúið í dag.  Ég er að míga í mig úr spenningi.  Það verður farið út að hjóla í kvöld ef allt gengur að óskum.
Húrra!
Hraustur

Allskonar um blogg

Æfingar dagsins

Hjólað úr og í vinnu

—-

Hraustur er bloggfiíkill.

Ég ver tölverðu af fritíma minum a netinu, að lesa blogg, spjallþræði, samskiptavefi og fréttavefi.  Ég hef nokkrum sinnum gert tilraun til að halda úti eigin bloggi.  Eins höfum við i famelíjunni haldið úti bloggi.  Það er frekar lítið lífsmark með því, sem og öðrum bloggum sem ég hef ritað.

Ég held samt að eg geti vel skrifað blogg.  Eg er skítsæmilegur penni, þegar ég legg mig fram.  Ég veit líka að ég verð betri eftir þvi sem ég skrifa meira.  Æfingin skapar meistarann þar, sem í öðru.

Ég ætla því að lyfta þessu bloggi á æðra plan.  Uppfæra reglulega og hafa eitthvað vit i pistlunum, meira en bara æfingar dagsins.  Ég ætla þó að færa æfingadagbók „áfram“ (ekki eins og ég hafi gert mikið af því undanfarið).

Að vefjunum sem ég held upp á.  Hér til hliðar er uppfærður listi.  Hann samanstendur af nokkrum flokkum

Hjólreiðar:

 • Bikeradar:  Breskur hjólreiðavefur.  Þar er spjallborð sem eg les oft mér til skemmtunar og fróðleiks.
 • Fjallahjolaklubburinn: Íslenski fjallahjólaklubburinn.  Félag sem ég er meðlimur í.  Þar er spjallborð sem ég kíki reglulega á.  Samt ekkert rosalega mikið fjör þar.
 • HFR: Hjólreiðafelag Reykjavíkur.  Félag sem ég er meðlimur í. Kíki oft a spjallborðið og sölutorgið. Þar er stundum hægt að finna spennandi hjóladót til sölua
 • Fat Cyclist: Amerískur ofurbloggari um hjólreiðar.  Afbragðsgóður penni sem lætur gott af sér leiða.  Samsama mig pinulitið með honum.  Af þvi ég er feitur a hjoli sko 😉

Likamsrækt:

 • Ragga Nagli: Hress kerling sem skrifar um mat, lyftingar og annað sem viðkemur heilbrigðu liferni.
 • Skuli einkaþjalfari (Púlsþjálfun): Fróðlegur vefur um heilsurækt. Greinilega karlar sem vita hvað þeir syngja
 • Bootcamp spjallið: Lokaður spjallvefur nú- og fyrrverandi BootCampara.
 • Crossfitfootball: Crossfitvefur með skemmtilegum WOD-um sem ég nýti mer stundum.  Sumt er samt of hardcore fyrir hnén mín.
 • Crossfit Tallahassee: Crossfitvefur sem býður upp á „offsite“ WOD.  WOD sem hægt er að gera þegar ekki er aðgangur að líkasræktarstöð eða tækjabúnaði. Fint i sumarfríinu.  Býður einnig upp á app fyrir iphone og android síma, svo hægt se að nálgast WOD-in hvar og hvenær sem er.
 • Stronglifts: Fer kannski ekki reglulega núorðið, en notaði mikið á tímabili.  Frábær vefur fyrir kraftlyftingafólk. Serstaklega byrjendur.  Þarna lærði ég flest allt sem ég kann um lyftingar.

Útivera:

 • Isalp: Íslenski alpaklúbburinn.  Félag sem ég er meðlimur í og fyrrverandi stjórnarmaður.  Einskonar online „klúbbhús“ fjallamanna a Íslandi.

Blogg og fréttir:

 • Eyjan: Egill Helgason er frábær
 • Pressan: Af því bara.
 • Kari Harðarsson: Frábær bloggari sem hittir nær alltaf í mark.  Kenndi mér í HR. Flottur gaur. Nerd og hjólari.  Gamla bloggið hans er hér
 • Soffia veðurfrettaskvísa: Vinkona og Bootcampari.
 • DV: Besta blað landsins
 • Dr. Gunni: Frábær bloggari og mikið tónlistarguru.

Hugsanlega er einhverjir fleiri vefir. Man bara ekki eftir þeim i svipinn.