Að taka til í eigin ranni

Stundum þarf að taka til. Taka til í eigin ranni.  Margir hafa haft orð á því að markmiðin mín séu flott.  Það er rétt. Markmiðin eru flott.  Þau eru hins vegar ekki SMART.

S – Skýr. Þurfa ekki frekari útskýringa við
M – Mælanleg. Það þarf að vera hægt að meta framvindu
A – Alvöru. Þarf að vera innan skynsamlegra marka
R – Raunhæf. Það þarf að vera mögulegt að ná markmiðunum í fyrirsjáanlegri framtíð
T – Tímasett. Dagsett

Markmiðin eru eftirfarandi:

 • Verða <=90 kíló að þyngd. Fyrir lok árs 2010.  S,M,A,R,T
 • Verða < 17% fita. Fyrir lok árs 2010. S,M,A,R,T
 • Lyfta 3×5(1.5 x líkamsþyngd) í hnébeygju. Fyrir 5. maí. S,M,A,R,T
 • Lyfta 1×5( 2 x líkamsþyngd) í réttstöðulyftu. Fyrir 5. maí. S,M,A,R,T
 • Hjóla 100 km í einni bunu. Fyrir 25. maí.  S,M,A,R,T
 • Hjóla 100 mílur í einni bunu. Fyrir 25. maí. S,M,A,R,T
 • Synda 5000 metra í einnu bunu. Fyrir 1. september. S,M,A,R,T 
 • Framkvæma 200 góðar uppsetur í röð (bootcamp style): http://www.twohundredsitups.com/. S,M,A,R 
 • Framkvæma 100 góðar armbeygjur í röð: http://hundredpushups.com/. S,M,A,R 
 • Framkvæma 20 dauðar upphífingar í röð: http://pull-ups-training.com/
 • Leiða 4+ gráðu í ísklifri. Fyrir lok  árs 2010. S,M,A,R,T
 • Ljúka lyftingaskipulagi skv The New Rules of Lifting. S,M,A,R,T (Tímasetningar fylgja prógramminu)
 • Blogga um framvindu. S,A,R
 •  

  Hvert fyrir sig eru þessi markmið góð og gild.  Vandamálið er að þau eru ekki samrýmanleg og því óraunhæf.  Það er til dæmis ekki heppileg blanda að fylgja lyftingaprógrammi sem keyrir mig út þrisvar í viku, og ætla á sama tíma að ná árangri í hjólreiðum eða sundi. 

  Það hefur heldur ekki gefist vel að skuldbinda mig til að fylgja lyftingaprógrammi sem gerir ekki ráð fyrir venjulegum hnébeygjum og réttstöðulyftum í margar vikur fyrir þann tíma sem markmið í slíkum æfingum á að nást. 

   Ég ætla því að hreinsa til .  Fækka markmiðunum örlítið og/eða hnika til í tíma. 

  Ég ætla að taka armbeygjurnar og upphífingarnar út. Þetta er aðallega vegna axlameiðslanna minna.  Ég ætla að koma öxlinni í lag áður en ég ræðst á svona krefjandi verkefni fyrir þennan hruma lið.

  Ég ætla að færa kraflyftingamarkmiðin (hnébeygjurnar og réttstöðulyftuna) fram á haustið.

  Ég ætla að taka 100 mílna hjólreiðarnar út. 

  Afgangnum ætla ég að halda óbreyttum að mestu.  Mun bæta úr smáatriðum til að gera markmiðin mælanleg og tímasett þar sem það á við.

  Birti endanlega uppfærðan lista í vikunni.  Þarf að fletta aðeins í NROL skruddunni til að tímasetja rétt.

  Hraustur

  Auglýsingar

  Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s