Gymboss í hús!

Jæja, best að dusta rykið af lyklaborðinu.  Á þriðjudaginn var fékk ég hinn forláta Gymboss í hús.  Prófaði að nota græjuna á miðvikudagsæfingunni, með góðum árangri.  Allar pásur rétt tæmaðar.  Á fimmtudagskvöld tók ég snarpa keyrsluæfingu á tabataformi til að prófa intervalstillingarnar.  Tók fjóra tabata spretti með stuttum hléum á milli.  Gubbaði næstum því tvisvar.  Gymbossinn virkaði vel, og er í raunar afburðasniðugur og einfaldur í notkun. Hann er með titrarastillingu, svo það er hægt að hlusta á metal í botni án þess að þurfa að pæla neitt í lotunum. 

Kattliðugur fjandi

Notaði Bossinn líka í teygjunum.  Er nefnilega gjarn á að halda teygjum í of stuttan tíma og er fyrir vikið spítukarl.  Nú er búið að staðla teygjur í 30 sekúndna tímabil.  Ég verð orðinn eins og rúmensk fimleikadrottning innan skamms.

Í gær komu svo bækurnar.  Á eftir að stúdera þær, en við fyrstu sín virka þær no-nonsense.  Flott mál.

Ég fór til Sveinbjarnar bæklunarlæknis á mánudaginn var.  Vildi fá hann til að taka mig í smá yfirhalningu, aðallega vegna tryggingamáls sem er yfirvofandi (meira um það síðar).  Hef verið slæmur í öxlinni og verið með einkenni í hægri mjöðm (gamall much?).   Auk þess vildi ég að hann skoðaði hnéð mitt auma.  Hann togaði mig og teygði og pantaði svo óm og röntken.  Lítið var að sjá á mjaðmamyndinni skilst mér, en þegar hann skoðaði axlamyndina spurði hann mig strax hvort ég væri á sterum!  Öööhhh nei! Þá er víst breyting á axlarlið sem tengist lyftingum og er ekki óalgeng meðal sterabolta.  Jahá!  Það er þó ekki útilokað að breytingin sé áverki eftir högg, sem ég held sé líklegt þar sem ekki bar á þessu fyrr en fljótlega eftir bílslysið okkar (nánar um það síðar).  Hann ráðlagði mér því að fara hægt í axlapressuna og fleira slíkt…súrt epli að bíta í.

En, svo hinir fjölmörgu lesendur þessarar síðu haldi nú ekki að ég sé örmagna gamalmenni læt ég síðustu tvær æfingar flakka.

<Æfing 14.04.2010>

Dagur A NROL

6×4 sett, þungt. Tempó 30X (3 sek í negatívu, núll stopp, sprengikraftur upp)

Til skiptis:
Hallandi róður
Hallandi bekkpressa

Til skiptis:
Upphífingar með blönduðu gripi
Pushpress (axlapressa með fótahjálp)

3×15  situps á bolta (kleppara æfing)

</Æfing 14.04.2010>

<Æfing 15.04.2010>

Upphitun á skíðavél

Tabata:
Róðravél

Tabata:
Hægri handar clean and press með 15 kg handlóði

Tabata:
Vinstri handar clean and press með 15 kg handlóði

Tabata:
Ketilbjöllusveifla með 20 kg handlóði (ófullkomin vegna gubbustemningar)

Tabata:
Framstig með 2X10 kg handlóðum

</Æfing 15.04.2010>

Auglýsingar

3 thoughts on “Gymboss í hús!

  1. Sæll , mig langar svo að vita hvar þú keyptir gymboss tækið, hér heima eða úti ? kv.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s