Túrakarl

Þegar ég var úngur heyrði ég stundum talað um túrakarla.  Þetta voru karlar sem voru dagfarsprúðir heimilisfeður alla jafna, en fengu sér svo í tánna einn daginn og voru fullir svo dögum, jafnvel vikum skipti.  Þeir tóku túra. 

Ég er túrakarl.  Mínir túrar standa yfirleitt í 2-1/2 dag.  Frá föstudagssíðdegi fram á sunnudagskvöld.  Túrarnir felast ekki í ofneyslu áfengis heldur ofáti á viðbjóðsmat. 

Ég geri ráð fyrir að flest allir sem díla við „heilsufarsminnimáttarkennd“, það er böðlast í því að bæta úr þeim heilsufarsannmörkum sem viljaleysi og nútíma vestrænir lífshættir í sameiningum hafa áunnið þeim, þekki þetta vandamál.  Föstudagseftirmiðdagur er kominn, kósístund framundan með fjölskyldunni – heimabökuð pizza kvöldmatinn, huggulegheit með börnum og maka yfir sjónvarpinu þar á eftir. 

Pizzusneiðarnar eru svo bragðgóðar og freistandi að nokkrum of mörgum er troðið í smettið.  Þá er vígið fallið og áður en yfirlíkur vella hraunbitar og poppkorn um augu, eyru, nef og munn (og ef til vill önnur líkamsop sem ekki verða tíunduð hér).   Gáttirnar eru brostnar, helgin „‘ónýt“ og best að njóta hennar fyrst í óefni er komið hvort sem er. Þá er alveg tilgangslaust að neita sér um súkkulaðiköku með rjóma hjá tengdó og svo framvegis….mér finnst ég hafa sagt þetta áður.

Á þessu eru auðvitað varíasjsónir. En aðalatriðið er að kósí –> ofát –> stjórnleysi

Sko, búinn að kristalísera vandamálið.  Ekki að þetta séu geimvísindi, en lausnin finnst ekki án þess að greina og orða vandann.  Ég veit svo sem alveg hver lausnin er.  Hún er skipulag og sjálfsagi (eins og alltaf í þessum bransa), – ég sagði að þetta væru engin geimvísindi.

Ég ætla að skrá niður það sem ég læt ofan í mig um helgar.  Ég skrái allt um virka daga á http://caloriecount.about.com.  Hef ekki skráð helgarnar þar til nú.  Frá og með næstu helgi verður allt skráð.  Föstudagskvöld verða svindlkvöldin.  Þau verða líka skráð.

Sko, vandamálið leyst!  Ég mun pósta árangrinum að nokkrum helgum liðinum. Fögnum að leikslokum.

Svo eru það æfingarnar:

<Æfing 07/04/2010>

Dagur B NROL:
Hnébeygja 1 og 1/4 style með lyfta hæla

Til skiptis:
Jefferson lunge
Split good morning

Woodchop

</Æfing 07/04/2010>

<Æfing 09/04/2010>

Dagur A NROL:
Til skiptis:
Hallandi róður með stöng
Hallandi bekkpressa

Til skiptis:
Upphífingar með undir/yfirgripi
Axlapressa (push)

Til skiptis:
Dýfur
Clean m/handlóðum

</Æfing 09/04/2020>

 Þessi æfing er lööng.  Eiginlega of löng fyrir hádegishlé.  Slepp varla undir 2 tímum með upphitun og teygjum (já, ég teygi eftir hverja æfingu – þó ég sé karlpúngur). 

Hraustur

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s