Vanvirkur skjaldkirtill

Hraustur er með skjaldkirtilinn í hönk.  Hann er letingi sem nennir ekki að vinna fyrir kaupinu sínu.  Það þýðir að ef engin eru lyfin er Hraustur handónýtur.  Dofinn, latur, framtakslaus og með hausinn fullann af afsökunum. 

Ég hef síðan 2005 verið á lyfjum við þessum ófögnuði.  Eitthvað hefur skammturinn skakkast, þannig að um þessar mundir er verið að fínstilla. Það þýðir blóðprufa á u.þ.b mánaðar fresti þar til mælingar sýna fullnægjandi niðurstöðu.

Smá útskýringar og fræðsla. 

Skjaldkirtillinn er staðsettur í framanverðum hálsinu og skiptist í tvo hluta sem liggja sitthvoru megin við barkann.  Kirtillinn framleiðir hormón sem virkar eins og eldsneyti fyrir efnaskipti líkamans. Hormónið, thyroid, gegnir svipuðu hlutverki fyrir efnaskiptin og súrefni fyrir bruna.  Ef það er ekki til staðar, þá eiga efnaskipti sér ekki stað.  Einstaklingurinn sem þjáist af þessu getur orðið óttalegt slytti.  Slappleiki, framtaksleysi, þunglyndi, mikill svefn og kulsækni eru dæmigerð einkenni.  Hjá konum getur tíðarhringurinn farið í rugl.  Einkenni geta þó verið töluvert fleiri ef því er að skipta.  

Starfsemi skjaldkirtilsins er stjórnað af heiladinglinum sem gefur frá sér hormón sem mjólkar skjaldkirtilinn.  Sé skjaldkirtillnn í óstuði fer dingullinn í stuð og pumpar út sínu hormóni til að skjaldkirtillinn taki við sér.   Stundum virkar það, stundum ekki (eins og í mínu tilviki). 

Þessi vangefni í skjaldkirtlinum hafði þau áhrif á mig að ég varð ógurlega slappur, sérstaklega síðdegis.  Vildi helst fara beint að sofa eftir vinnu, og átti það til að steinliggja í marga klukkutíma.  Ég var á tímabili duglegur í ræktinni og passaði mataræðið vel.  Árangurinn lét á sér standa sama hvað ég lagði á mig og á endanum fór ég til læknis.  Lækninum fannst frekar ólíklegt að eitthvað væri að mér enda Hraustur fagur og ferskur á að líta.  Hann féllst þó á að taka blóðprufu. Nokkrum dögum síðar var hringt í ofboði og mér dúndrað á lyf.  „Þú ættir ekki að vera standandi“ var mér sagt.

Síðan þá hef ég tekið lyfið Levaxin daglega (nema þegar ég gleymi því).  Lyfið er gefið í litlum skömmtum, en ég tek u.þ.b 100 míkrógrömm á dag þegar ég er ekki í stillingarfasa eins og núna.  Til að byrja með var ég látinn taka meira á meðan thyroxinið hleðst upp í skrokknum.  Svo er magninu haldið við með þessum litlu skömmtum.  Þetta hefur gert undraverk á líðan.  Hressleikinn er mun ofar á baugi, þó skrokkurinn eigi það til að verða latur (þetta er náttúrulega aldrei eins gott og að vera með hressann skjaldkirtil). 

Ég þarf líka að hafa töluvert meira fyrir árangrinum í gyminu en fólk flest.  Það er e.t.v það sem fer mest í taugarnar á mér.  Árangurinn kemur þó hægt og sígandi.

Ef þið eigið við einhver af ofangreindum einkennum að stríða…látið tékka á skjaldkirtlinum. Kannski er hann letingi eins og minn.

Hraustur

Auglýsingar

One thought on “Vanvirkur skjaldkirtill

  1. Ú skemmtilegur pistill! Segðu mér eitt, af hverju byrjar maður að hafa latann skjaldkirtil og getur það gerst allt í einu?

    Mig langar voðalega að segja að ég hafi þetta, en því miður held ég að ástæðan fyrir aukakílóunum og sófakúrinu sem plain íslensk leti! – Í mínu tilfelli þ.e

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s