Páskahelgin að baki – æfing dagsins

Hraustlega málað um páskana.  Eldhúsinnréttingin er orðin skjannahvít eins og kjóll saklausrar brúður rétt fyrir giftingu.  Frú Hraust er yfir sig ánægð (og kasólétt) með karlinn og hrósar honum í hástert fyrir dugnaðinn.  Skammar hann þess á milli fyrir að vera ekki búinn að raka mottuna. 

Hraustur æfði ekkert um páskana.  Allur máttur var settur í málningavinnuna.  Skautst reyndar upp á Morinsheiði þriðjudaginn fyrir páska.  Það var síðasta hreyfingartörnin fyrir þessa löngu helgi.  Það var því notalegt að hlamma sér á álfákinn í morgun og hjóla í vinnuna (með viðkomu á heilsugæslustöðinni – verið að tékka á skjaldkirtlinum – meira um það síðar).  Æfingin í hádeginu var ekki síðri.  Yndisleg tilfinning að koma inn í salinn og vita að framundan eru rúmlega klukkustundar átök með svita og stáli.

<Æfing dagsins>

Upphitun 1000 metra róður (æfði tæknina)

Til skiptis:
Hallandi róður með stöng 4×12
Hallandi bekkpressa 4×12

Til skiptis
Upphífingar með blönduðu gripi 4×12 (framkvæmdar í smith vél með hoppi)
Push press með stöng 4×12

Til skiptis
Dýfur 4×12 (framkvæmdar í vél. Treysti ekki öxlinni í líkamsþyngdina ennþá)
Clean með handlóðum 4×12

Situps á svissneskum bolta 3×15

</Æfing dagsins>

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s