Gosi

Þá er Hraustur búinn að berja gosið augum.  Það er óhætt að segja að dýrðin hafi kostað smáááá fyrirhöfn.  Í félagi við þrjá kauða lagði ég af stað um þrjúleitið á laugardagseftirmiðdag.  Við vorum komnir að gosinu eftir rúmlega 15 km og 4,5 klukkustundir.   Gengum í stífum mótvindi og brunagaddi.  Gosið var stórfenglegt.  Eins og áætlað var tókst okkur að sjá það í björtu til að byrja með, og í dimmu eftir að síga tók á kvöldið.  Magnaður fjandi. Ég hendi inn myndum þegar ég er búinn að taka þær af vélinni.  Gengum svo heim við höfuðljós og mánaskin. Samtals 38 km með 7-10kg á bakinu.  Helvíti gott workout.

Ég tók mér frí frá æfingum á föstudaginn, og hugsa að ég taki eitthvað létt og löðurmannlegt í dag.  Er enn stirður eftir gönguna og hnéð tæpt.  Er ekki alveg reddí í hnébeygjurnar sem eru næst á dagskrá.

Hraustur

Auglýsingar

One thought on “Gosi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s