Klikkaður pantari

Aldrei getur maður verið til friðs.  Kíkti á Amazon í gær og endaði með 130 dollara pöntun (reyndar á lyftingafélaginn hluta af góssinu).  Sjíss.

Pantaði „Treat your own knees“ og „Treat your own rotator cuff“ eftir Jim Johnson.  Ætla að glöggva mig aðeins betur á meðferðarúrræðum sjálfur.  Hnéið er reyndar í frekar góðu ástandi eins og er, en öxlin er áhyggjuefni.  Ég myndi kíkja í BootCamp ef ég treysti henni í fleiri en tvær armbeygjur í senn.

 Lyftingafélaginn, sem er að jafna sig af brjósklosi pantaði einhverjar bakskruddur.  Við erum nirðir að eðlisfari (tölvunarfræðingur og verkfræðingur) og viljum náttúrulega lesa okkur vel til um hlutina.

Pantaði líka GymBoss klukku frá http://www.GymBoss.com. Gymbossinn er svona:
 
Með þessari græju ætti ekki að vera neitt mál að tímamæla tabata æfingar, hvíldartímabil á milli setta og svo framvegis.  Það er hægt að láta tækið pípa og/eða titra, sem er snilld ef maður er með þúngarokkið á hæsta styrk. 

Annars er nýtt lyftingatímabil hafið. Hypertrophy III skv NROL (http://www.thenewrulesoflifting.com/). 
Eftirfarandi æfingar framkvæmdar til skiptis næstu vikurnar. 12 sinnum hvor dagur, samtals 24 æfingar.  Fjöldi setta og  endurtekninga er breytilegur á milli daga.  5*8, 6*4 og 4*12.  Það er s.s. stöðugt verið að rugla í vöðvunum og engin leið að venjast einu eða neinu á þessum 8 vikum sem þetta tekur.
Dagur A:
Til skiptis:
Hallandi róður með stöng
Hallandi bekkpressa

Til skiptis:
Upphífingar með undir/yfirgripi
Axlapressa (push)

Til skiptis:
Dýfur
Clean m/handlóðum

Dagur B
Hnébeygja 1 og 1/4 style með lyfta hæla

Til skiptis:
Jefferson lunge
Split good morning

Woodchop

Fyrir utan þetta ætla ég að taka æfingar með hárri ákefð amk tvisvar í viku, svipað og ég hef verið að gera. 

Og nú undanfarnar æfingar…hef slugsað að pósta.

Mánudagur 22/03/2010
Hjól
Hypertrophy III A
Hjól

Þriðjugdagur 23/03/2010
Hjól
3 hringir
Stigi
Clean (20)
Niðurtog
Teygjur
Hjól

Miðvikudagur 24/03/2010
Hypertrophy III B

Fimmtudagur 25/03/2010
Þrír hringir:
12*réttstöðulyfta*92,5kg
12 froskar m/hoppi
12 KB sveiflur 24kg
12 hopp upp á pall á öðrum fæti (á hvern fót).

Var þreyttur fyrir þessa æfingu.  Lagði af stað með þá hugmynd að fara sex hringi.  Fann fljótlega að það var ekki gáfulegt.  Skar því niður um helming.  Klára þetta almennilega síðar þegar ég er ekki jafn uppgefinn.

Bendi að lokum á athyglisverða grein um notkunarmöguleika fyrir smithvélina sem er hin furðulegasta uppfinning:
http://www.tmuscle.com/free_online_article/sports_body_training_performance_repair/10_uses_for_a_smith_machine

Hraustur

Auglýsingar

2 thoughts on “Klikkaður pantari

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s