Þyngdarþróun í febrúar

Ég fylgist nokkuð vel með viktinni.  Eitt af markmiðum mínum fyrir árið er að léttast niður fyrir 90 kg.  Síðasti mánuður gefur ekki tilefni til bjartsýni í þeim efnum, þó ekki sé þróunin alslæm. 

Neðangreind mynd sýnir svo ekki verður um villst að lítið haggast.  Fyrsta mæling er 02.02 og síðasta mæling 05.03. Sem sagt u.þ.b mánuður.  Ég nota http://caloriecount.about.com/ til að skrá neyslu, hreyfingu og þyngd.

Eins og sést hef ég dansað í kringum 98 kg. Það er kominn tími til að breyta þessu, og brjótast varanlega niður fyrir 98 kg múrinn.  Ég hef verið að neyta um og yfir 2500 kcal á dag undanfarið.  Samkvæmt minum mælingum ætti það að duga til að skila mér verulega þyngdartapi á viku.  Það hefur ekki verið að gerast.  Ástæðurnar fyrir því gætu verið ýmsar. Líklega spila þessar þrjár stærsta rullu.

1)  Skjaldkirtillinn.  Ég er með vanvirkan skjaldkirtil og er á lyfjum(levaxin) við því.  Ég þarf hugsanlega að fínstilla skammtinn minn (100 microgr á dag).  Fór í blóðprufu í gær og vonast til að fá svör í næstu viku varðandi þetta.  Vanvirkur skjaldkirtill veldur hægari efnaskiptum, sleni og þreytu.  Slen og þreyta eru einkenni sem ég hef aðeins verið að kljást við undanfarið. Finnst ekki ólíklegt að þetta sé factor.

2) Léleg skráning.  Hugsanlega er ég að vanmeta hvað ég læt mikið ofan í mig. Ég er ekki nákvæmur í skráningunni.  Vigta til dæmis ekki matinn.  Reyni samt eftir bestu getu að skrá frekar meira en minna.  Ég er hreinlega of latur til að vikta alla skapaða hluti.

3) Léleg samsetning mataræðis.  Það er vel hugsanlegt að ég þurfi að draga enn frekar úr kolvetnaneyslu.  Hef miðað við 30/30/40 skiptingu (fita/protein/kolvetni).   Ætti kannski að auka próteininntökuna um 10 prósentustig og lækka kolvetnainntökuna á móti.

Ef það eru einhverjir lesendur „þarna úti“ sem hafa skoðun á þessu væri gaman að heyra af því.  Þyngdarstjórnun er eitthvað sem ég hef alltaf átt í vandræðum með.  Hef alltaf verið með of hátt fituhlutfall af þyngd.  Eins og er, er ég í kringum 25% ef mínar mælingar eru réttar.  Pósta nákvæmari tölu á morgun. Ætla að mæla mig með bumbuklemmunni minni í fyrramálið.

Auglýsingar

2 thoughts on “Þyngdarþróun í febrúar

 1. EKKI minnka kolvetnin! Við þurfum kolvetni! Myndi prófa tvennt (veit ekki í hvernig standi það fyrra er): Passa hvað (kolv/prot/fita) þú borðar hvenær, hitt er að fækka hitaeiningunum (sad but true).

  T.d.
  Kolvetni fyrir og eftir æfingar.
  Holla fitu (möndlur, hnetusmjör, avocado) + prótein (og smá kolvetni) í millimáli.
  Borða 6x á dag.
  Borða skyr fyrir svefninn (etv skyr+möndlur, hæglosandi prótein + holl fita).
  Staðgóðan morgunverð (prótein+kolvetni).
  Kvöldmatur: fisk/kjúkling/eggjahvítur/annan próteingjafa + grænmeti (sleppa kolvetnagjafa á kvöldin eða minnka skammtinn).

  Kannski gerirðu allt þetta… 🙂 Ef já, fækka hitaeiningum :/

 2. Smá viðbót… Ragga nagli segir að til að fitutap eigi sér stað þá eigi hitaeiningamagn per dag að vera 22-24*líkamsþyngd.

  Ef þú ert 100 kg þá eru þetta 2200-2400 he/dag. Þannig að líklega ertu að innbyrða of mikla orku m.v. þetta. 🙂

  En váááá… það er ótrúlega auðvelt að ráðleggja öðrum. Eins og þú veist er ég í alveg sama pakka og þú, á í erfiðleikum með að stjórna helv… átinu 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s