Hnémeiðsli og hnébeygjur

Ég er með ónýtt hné.  Búinn að eiga við liðverki í hægra hné að stríða í yfir 10 ár.  Hef tvisvar farið í speglun og í seinna skiptið (maí 2007) var stór slumma af brjóski fjarlægð af utanverðum hnjáliðinum.  Ástæðan var skemmd í brjóskinu (sprungur og rifur) sem hylur hnjáliðin. Orsök skemmdarinnar er óljós, líklega blanda af genetík og sliti.

Síðan aðgerðin var framkvæmd hefur mér ekki tekist að ná fyrri styrk í hægri fótlegg og hef þjáðst af bólgum undir hnéskel þar af leiðandi.  Ég varð að sjálfsögðu að taka hlé frá BootCamp æfingunum og fjallaferðir og klifur lágu niðri.  Ég hef enn ekki treyst mér í BootCamp, aðallega vegna þess að hlaupin og hoppin þar eru líkleg til að hafa slæm áhrif.  Ég er þó farinn að prófa mig áfram með slíkar æfingar upp á eigin spítur.

Undanfarna 12 mánuði hef ég þó séð verulegar framfarir.  Það sem ég gerði var eftirfarandi:

1) Breytt viðhorf.  Ég sætti mig við að hnéð verður líklega aldrei alveg gott.  Ég ákvað að gera það sem mínu valdi stendur til að gera það eins gott og mögulegt er.  Ég tók völdin í mínar hendur.

2) Leitaði aðstoðar sjúkraþjálfara.  Eftir að hafa spurst fyrir leitaði ég til Afl sjúkraþjálfunar í Borgartúni. Þar tók Veigur Sveinsson sjúkraþjálfari á móti mér og sinnti mér í hátt í ár.  Meðferðin fólst aðallega í nuddi, stuttbylgjumeðferð og nálastungum (sem svínvirkuðu við verkjunum).  Ég var svo ánægður með hann að bæði dóttir og frú eru í þjálfun hjá honum. Sannkallaður fjölskylduþjálfari.

3) Lyftingar.  Þegar ég var búinn að gefast upp á aðgerðarleysinu og vonleysinu hvað hnéið varðaði fór ég á netið og googlefu-aði smá.  Rataði á endanum inn á www.stronglifts.com þar sem ég las frásögn manns (hér) sem var að takast á við svipað vandamál og hafði náð töluverðum árangri með hreinræktuðum kraftlyftingum samkvæmt Stronglifts 5×5 (SL 5×5) kerfinu fyrir byrjendur.  Ég mæli eindregið með þessu kerfi fyrir fólk sem er áhugasamt um að styrkja líkama og sál.  Þarna eru ógrynni upplýsinga og sterkt samfélag fólks á öllum stigum lífsins með sameiginlegt markmið, að styrkja sig.

Hnébeygjur eru undirstöðuæfing í SL5X5.  Þær eru gerðar á hverri æfingu (æft þrisvar í viku).  SL5x5 er, eins og áður sagði, byrjendakerfi og gerir ráð fyrir að iðkendur byrji með bera stöng (20kg) í öllum æfingum.  Þetta, þrátt fyrir að vera afar sárt fyrir egóið, hentaði mér og mínum meiðslum afar vel.  Kerfið gerir líka ráð fyrir að á hverri æfingu sé 2.5 kg bætt við þyngd síðustu æfingar.  Það er, ef þú lyftir 70 kg (5×5 sinnum með góðu formi) á síðustu æfingu, þá lyftir þú 72.5 kg á þessari æfingu.  Kerfið virkaði vel og styrkur jókst mikið.  Ég er búinn að skipta um kerfi í dag, en lít svo á að SL5x5 hafi komið mér á sporið.

4) Hjólreiðar.  Ég ákvað að þar sem ég get lítið hlaupið (enn) þá muni ég hjóla.  Fór með hjólið mitt í viðgerð síðasta haust og hef hjólað úr og í vinnu eins mikið og mér er auðið síðan þá.  Hjólreiðar eru frábær hreyfing, og ef hægt er að gera þær að samgönguaðferð þá bætir maður heilmikilli líkamsrækt við líf sitt, alveg ókeypis.

Ég hvet fólk sem á við hnévandamál að stríða (eða hverskyns meiðsli) að láta ekki deigann síga og alls ekki sökkva í s jálfsvorkun og volæði.  Gerið það sem þið getið og haldið áfram að hreyfa ykkur.

Áfram, áfram!!

Hraustur

Auglýsingar

2 thoughts on “Hnémeiðsli og hnébeygjur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s