“Failure is a detour, not a dead-end street.” – Zig Zaglar

Sko.

Ég er búinn að vera á „fylleríi“ síðan fyrir helgi. Bolludagur byrjaði á föstudagseftirmiðdag og réttlætingarnar létu ekki standa á sér.  Ég lét undan, og nú, næstum viku síðar er ég enn í ruglinu.  Ég lofaði sjálfum mér að ég skyldi vera heiðarlegur á þessum vef.  Nú er komið að því.  Ég þarf að gera þessa tæpu viku upp, svo gera megi grín að mér. 

Hvað er það sem veldur því að ég missi tökin og hrapa úr „hreinu“ líferni í algert rugl þar sem engar reglur gilda?  Hætti meira að segja að fara í ræktina.  Ég þarf að verða betri í að sjá fyrir aðstæður sem veikja viljann.  Besta leiðin til þess að horfa til baka og spá aðeins í hvað fór úrskeiðis.

1) DagarBolludagur, Páskadagur, Sprengidagur, Hvítasunnudagur…Mataræðið fer fyrir lítið þegar ég leyfi réttlætingunum að taka stjórnina.  Þegar mataræðið er fyrst farið, þá er ég of linur við að taka mig á aftur.  Læt líða of langann tíma og svalla á meðan.

2) Skipulagsleysi í ræktinni.  Alla síðastliðna viku var ég í hléi frá lyftingaprógramminu mínu.  Ég er búinn að ákveða að vera í hléi frá því næstu 2-3 vikurnar líka, eða þar til Lyftingafélaginn er búinn með „break-in“ prógrammið  og við verðum á sömu síðu.  Þetta hefur þó valdið því að ég verð skipulagslaus í ræktinni.  Er ekki með úthugsað plan fyrir hverja viku sem gerir æfingarnar marklausar. Þar af leiðandi nýti ég tímann ekki eins vel og freistast frekar til að sleppa úr æfingu.  Ég þarf að vera með á hreinu í upphafi viku hvernig vikan á að vera og hver verkefnin eru. 

3) Viðburðir.  Viðburðir sem valda því að ég þarf/tel skynsamlegt að taka frí frá æfingum
Í þessu tilfelli átti að vera ísklifurfestival um komandi helgi (það féll niður af óviðráðanlegum orsökum).  Ég ætlaði að skella mér og ákvað því að taka frí frá erfiðum æfingum í vikunni.  Ég er á því að þetta hafi verið rétt ákvörðun.  Ég hefði hins vegar átt að skella mér af stað um leið og frestun lá fyrir.  Viðburður sem búið er að fresta er ekki ástæða til að fara ekki í ræktina.

4) Veikindadagar. Nú er Hraustsdóttir búin að vera lasin í þessari viku.  Það kallar á heimaveru frá vinnu og meðfylgjandi rof á rútínu. Rútína er mér algerlega nauðsynleg ef ég á að halda velli. 

Eflaust eru fleiri atriði sem hafa áhrif á getu mína til að standa mig.  Þegar öllu er á b0tnin hvolft ber ég ábyrgð á þessu sjálfur og get á engan hátt kennt utanaðkomandi aðstæðum um hrakfarir.  Það sem ég þarf þó að gera er að vera heiðarlegur gagnvart sjálfum mér og læra af mistökunum.  Ekkert helvítis væl.

 “Success is going from failure to failure without losing enthusiasm.

Hraustur

Auglýsingar

6 thoughts on ““Failure is a detour, not a dead-end street.” – Zig Zaglar

 1. Vá, kannast við allar þessar afsakanir! Á miðvikudaginn var kennarafundur, engin kennsla. Í kaffihléinu var boðið upp á skúffuköku og kleinur. Ég lokaði mig af inni á skrifstofunni minni og borðaði hreint skyr með 1 tsk af „sykurlausri“ sultu. Í hádeginu var svo „Pottalukka“, þá kemur hver og einn með eitthvað á hlaðborð. Og þar missti ég mig, sérstaklega í kökurnar (enda ógeðslega stolt af morgunafrekin og fannst ég eiga allt gott skilið… þvílík hugsanavilla!). Eftir Pottalukka var klukkutíma fundur og var ekki tilvalið að narta í kökuafganga eftir þann erfiða fund? Uhhh júúú…. (villa2). Drullaðist þó á hlaupaæfingu, 7 km með brekkusprettum (djöfull var ég þung á mér). Um kvöldið var svo árshátíð nemenda og tveggja rétta máltíð, kjúklingabringa (OK) og heit súkkulaðikaka með ís. Fékk tvo ísskammta og drakk kók með (enda á leiðinni á menntaskólaball og „vantaði“ orku fyrir allt kvöldið….). Bara eitt um þetta að segja: ÓGEÐ! Og leið mér illa eftir þetta allt saman… í sálinni aðallega og auðvitað mallakútnum líka :/

  EN… ég náði elítuprófinu í morgun í annarri tilraun (náði öllu nema hlaupinu síðast)! GLEÐI GLEÐI 🙂

  Knús og kossar
  Soffía ELITE

 2. Skrítið að vera að kommenta hjá einhverjum sem maður þekkir ekki, en ég fann síðuna þína og er búin að vera að fylgjast með í sma tíma.
  Ég er svo fegin að þú póstaðir þessu, þá sér maður að þú ert ekki eitthvað ofurmenni sem mistekst aldrei og er með allt á hreinu.
  Sjálf finn ég líka að skipulag og rútína eru svo mikilvæg í æfingum og mataræði. Sama hversu mikinn áhuga og gleði maður hefur af mataræði og ræktinni.

  1. Sæl Lára. Gaman að þú skulir vilja lesa síðuna mína.

   Nei, ég er sko langt frá því að vera með allt á hreinu. Ég held að allir, sem ekki eru meitlaðir úr steini, hafi sína djöfla að draga. Mínir djöflar eru nánast allir í mataræðinu, og eins og þúsund aðrir hafa bent á þá er heilbrigt líferni 75% mataræðið.

   Áfram, áfram!
   Hraustur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s