Sjúkur í athygli?

Hversvegna skrifa ég dagbók á netið þar sem hver sem er getur lesið um líf mitt og athafnir?  Fyrir þessu eru nokkrar ástæður sem ég ætla að reyna að tíunda hér á heiðarlegan hátt.

 • Aðhald
  • Það að básúna markmiðin hjálpar mér.  Að skipuleggja markmiðin og orða þau á skipulegan hátt hjálpar mér að meta þau, endurskoða og aðlaga. 
  • Ef ég verð einhverntíma svo auðugur að eignast reglulega lesendur munu þeir vonandi hjálpa mér að halda mér við efnið.
 • Dagbók
  • Ég vil að mín markmið séuð raunhæf og mælanleg.  Þessvegna, ef ég skýt yfir markið, er gott að geta litið til baka og lært af mistökunum.
  • Það er gaman að sjá árangurinn (ekki bara á kroppnum).  Ég nýt þess að horfa yfir farinn veg, sjá hvar ég byrjaði og hversu langt ég hef náð. 
  • Ég gæti skrifað lokaða dagbók, og hef oft notast við það.  Ég held að ef ég geri athafnir mínar opinberar, þá sé það meiri hvatning fyrir mig að standa mig vel.
 • Heiðarleki
  • Ég lofa sjálfum mér að skrifa bæði jákvætt og neikvætt.  Það neyðir mig til heiðarleika við sjálfan mig. ‘Eg þarf að horfast í augu við djöfuls bernaissósuna sem ég lúðraði í mig með steikinni í gær (hypothetically, borðaði ekki steik í gær og því síður bernaise)
 • Úthald
  • Það að tjá mig um hvernig mér gengur hjálpar mér að halda út erfiðu tímabilin.  Staðnanir, meiðsli, leti, allt það sem gerir það að verkum að ég missi móðinn.
 • Athyglissýki
  • Ég er athyglissjúkur og nýt þess að bera sjálfan mig á torg.  Þannig er ég bara.  Myndi ekki vilja vera öðruvísi.

Annars er gott að frétta.  Upphífingarnar ganga ágætlega. Fjárfesti í grifflum í dag sem ættu að gera mér lífið aðeins bærilegra og minnka sáramyndun í lófum.  Góð aukaverkun af grifflunum er að, þar sem þær eru fóðraðar í lófunum, gripið kemur til með að styrkjast frekar.  Fékk þær á mjög góðu verði hjá www.vaxtarvorur.is.  Fínt úrval og gott verð. Góð blanda.

Lyftingaprógrammið úr The new rules of lifting gengur frábærlega (http://www.amazon.com/gp/product/1583332383/). Ég styrkist hratt og vöbbarnir eru hægt og rólega að kíkja fram úr spekkinu.  Mataræðið er líka allt að koma til. Kexdæmið hefur gengið vel, enda hef ég ekki hreyft við guðdómlegu Póló kexpökkunum síðan ég lýsti því yfir að ég væri hættur.  Ekki einu sinni geðsjúklingnum að vestan hefur tekist að fokka því upp.

Hraustur

Auglýsingar

3 thoughts on “Sjúkur í athygli?

 1. ég held áfram að reyna …. en það geri ég bara af umhyggju fyrir þér Bragi minn

 2. og að sjálfsögðu er ég að vestan með einu enni …. fékk bara krampa í vísifingur hægri handar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s