Kolvetnaátið

Til að byrja með verð ég að segja að kexloforðið mitt stendur. Ég er ekki búinn að éta eitt einasta kex síðan ég lofaði að skrá niður fjölda á hverjum degi.  Þetta virðist því hafa tekist ágætlega. 

Það breytir því þó ekki að kolvetnin eru óvinur númer eitt.  Þau eru afsprengi kölska. 

Á föstudag vaknaði ég hundslappur.  Hjólaði í vinnuna og byrjaði á því að éta þrjá súkkulaðibita (Nóa skeljar)  í einhverri rælni.  Engin sérstök ástæða…var ekki svangur.  Veikur vilji.  Restin af vinnudeginum var nokkuð góð. Sniðgekk brauðsullið undir föstudagshugvekju forstjórans og skammtaði mér hæfilega af pasta í hádeginu. 

Þegar heim var komið sleppti ég fram af mér beislinu og át hamborgara og franskar. Súkkulaðiköku í desert og skaut svo tveim lúkum af súkkulaðirúsínum á eftir jukkinu. 

Laugardagur (í dag) gekk vel framan af.  Tengdó bauð í mat og þar voru líka hamborgarar og franskar.  Jóðlaði því í mig og þrem bitum af Nóa konfekti (afgangar síðan um jólin giska ég á).

So far er óhollusta helgarinnar því eftirfarandi í bold og rauðu:

  • Hamborgarar og franskar tvö kvöld í röð
  • 6 konfektmolar
  • Tvær lúkur af súkkulaðirúsínum
  • Lítil sneið frönsk súkkulaðikaka með gervirjóma.

Sunnudagurinn er eftir.  Það verður frá engu að segja að honum loknum !!!

Hraustur

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s