Tabata

Ég er búinn að spá svolítið í hvernig ég get gert brennsluæfingarnar mínar skemmtilegar og fjölbreyttar. Það er fátt leiðinlegra en að þjösnast á einhverri vél í mónótónískum takti í lengri tíma, og uppskera ef til vill heldur takmarkaðan árangur.  Ég lærði á BootCamp árunum mínum (BootCamp er besta æfingaform sem til er) að hraði og ákefð í lotum virkar best til að bæta þol og úthald, auk þess sem spekkið fuðrar upp.

Með þetta á bak við eyrað fór ég af stað í leit að hentugu brennsluformi.  Ég hafði heyrt af Tabata protokolinu svokallaða og ákvað að skoða það aðeins betur.  

Tabata kerfið er nefnt eftir japönskum upphafsmanni þess, og gengur í afar stuttu máli út á að skipta æfingum í átta 20 sekúndna ákafar vinnulotur með 10 sekúndna hvíldarbili á milli.  Hver æfing tekur því einungis 4 mínútur.  Geri maður 5 slíkar æfingar í röð er komin 20 mínútna törn sem tekur VEL á.  20 mínútur kann að virðast stuttur tími, en trúið mér, maður finnur vel fyrir þeim.  Ef 20 mín eru ekki nóg má bæta við 4 mínútna lotum þar til orkan er búin.

Það er í raun hugarflugið eitt sem takmarkar hvaða æfingar er hægt að gera í þessu kerfi.  Hlaup, róður, armbeygjur, clean and press, froskar (burpees), uppsetur, upphífingar, hin ýmsu þrektæki…you name it 

Ég ákvað að prófa þetta í hádeginu í gær. Ég á ekki almennilega klukku með intervalstillingum þannig að ég ákvað að gera þetta á tækjum með klukkum.  Ákvað, þar sem þetta var fyrsta skiptið mitt að hafa þetta fjórar 4 mínútna æfingar.  Concept 2 og skíðavélin urðu fyrir valinu, og törnin varð svona:

Concept2:
20 sek fullur kraftur
10 sek hvíld
20 sek fullur kraftur
10 sek hvíld
20 sek fullur kraftur
10 sek hvíld
20 sek fullur kraftur
10 sek hvíld
20 sek fullur kraftur
10 sek hvíld
20 sek fullur kraftur
10 sek hvíld
20 sek fullur kraftur
10 sek hvíld
20 sek fullur kraftur

30 sek hvíld

Skíðavél:

20 sek fullur kraftur
10 sek hvíld
20 sek fullur kraftur
10 sek hvíld
20 sek fullur kraftur
10 sek hvíld
20 sek fullur kraftur
10 sek hvíld
20 sek fullur kraftur
10 sek hvíld
20 sek fullur kraftur
10 sek hvíld
20 sek fullur kraftur
10 sek hvíld
20 sek fullur kraftur

Þetta endurtók ég tvisvar, í allt fjórum sinnum. Þetta var ekki nema 16 mínútna törn og ég var rennandi blautur af svita eftir þetta og dauðþreyttur.  Enda er ég ekki þekktur fyrir að taka létt á því.

Mæli með þessu – prófið!

Hraustur

Auglýsingar

One thought on “Tabata

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s