Hjólreiðar

Hjólreiðar eru frá-bær-ar!!!  Síðan um miðjan september hef ég hjólað úr og í vinnu (Háberg – Hlíðarsmári – Háberg) um  það bil fjórum sinnum í viku.  Ég hjóla á Jamis Durango SX fjallahjólinu sem frúin splæsti á mig í 30 ára afmælisgjöf 2005.  Undir hjólinu eru svaðaleg nagladekk um þessar mundir, sem hvín í þegar ég tæti eftir malbikinu.  Ég legg yfirleitt af stað um 730 á morgnanna og er kominn í vinnuna um kortéri síðar, vel heitur en þó ekki rennandi sveittur.  Leiðin er að mestu niður í móti.  Sturta er því óþörf.

Ég hef nú, eftir töluverðan tíma, vanið mig á að hjóla á götum, en ekki gangstéttum. Þannig kemst ég hraðar á milli staða.  Hjóli er græjað með blikkandi ljósum og frúin splæsti á Hraust þessum líka forláta, skærgula hjólajakka í jólagjöf.   Tölfræðin segir líka að það er öruggara fyrir hjólreiðamenn að halda sig á götum en á gangstéttum.  Ökumenn bíla sjá hjólreiðamenn betur og veita þeim meiri eftirtekt ef þeir eru á götunum.  Ég hef þó haldið mig við þá reglu að hætta mér ekki út á akbrautir þar sem hámarkshraðinn er yfir 50 km á klukkustund. 

Heimleiðin tekur mig um 20 mínútur ef ég gef vel í.  Ég fæ virkilega gott workout á leiðinni heim. Ég skipti leiðinni oftast í þrjú „intervöl“ þar sem ég gef allt3-5 mínútur í senn, með hvíldarköflum á milli.  Þetta þýðir að ég næ ótrúlega effektívri æfingu út úr þessari frekar stuttu leið (um 5.6 km hvor leið). 

Fyrir utan snattið úr og í vinnu nota ég hjólið eins mikið og ég mögulega get til annarra samgangna.  Það er með ólíkindum hvað hægt er að komast hratt á milli staða í Reykjavík, án þess að setjast upp í bíl.  Maður þarf einungis að vera tilbúinn til að reyna aðeins á sig og parkera hégómanum.  Ég hef til dæmis oftar en einu sinni hitt félaga mína í hádegismat á vinnutíma á hjóli.  Mér er skítsama þó ég sé eini gaurinn sem mæti með hjálm og blautur í fæturna eftir rigningarsuddann. Ég er fyrir vikið ekki akfeitur og húðlatur (allavega minna akfeitur).

Og bara til að hafa það á hreinu.  Það er ekkert óyfirstíganlegt við það að hjóla daglega til og frá vinnu að vetri til.  Veðrið er sjaldan fyrirstaða.  Ef það rignir eða snjóar – farðu í regnföt.  Ef það er frost – notaðu nagladekk og hlý föt.  Það sem af er vetri hef ég tvisvar sleppt því að hjóla vegna veðurs.  Í bæði skiptin hefur verið um dæmigerða íslenska lægð að ræða með vindhraða um og yfir 20 m á sekúndu. Það er erfitt að hjóla í svo miklu roki.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s