Ný vika

Jæja, þá er komin ný vika og næg verefni framundan. Kexbannið er enn í gildi og hefur gengið vel.  Það er greinilegt að það að básúna smá hjálpar til við að leysa vandamálin, og standast freistingarnar.  Trúið mér, það eru fleiri svona „smámál“ sem þarf að díla við.

Eitt af þeim er óhóflegt kolvetnaát um helgar.  Það er þannig að ég sleppi ALLTAF fram af mér beislinu eftir vinnu á föstudögum og set það ekki aftur upp fyrr en á mánudagsmorgun.  Það gefur auga leið að þetta gengur ekki fyrir tappa eins og mig sem þarf að hugsa um hvern einasta munnbita ef hann á ekki að enda á múbsunum.  Ég ætla því, frá og með næstu helgi að skrá hér inn hvað ég læt ofan í mig frá klukkan 18 á föstudagskvöldum til klukkan 0900 á mánudagsmorgnum.   Skráningin verður ekki nákvæm, en nægilega góð til að gefa til kynna hvort ég hafi staðið mig vel eða ekki.  Sem sagt, meira háð og meiri niðurlæging.

En hvað er framundan í þessari viku?

1. Þrjár lyftingaæfingar samkvæmt plani.  Hef styrkst um heilan helling.  Mig grunar að fituprósentan sé hægt og rólega að lækka, þrátt fyrir að viktin breytist lítið sem ekkert. 

2. Uppsetur samkvæmt plani.  Mér hefur gengið helvíti vel að massa þetta prógram og ætla að taka max-próf í hádeginu í dag.  Stefni á 70 (hef samt litla tilfinningu fyrir þvi hvernig þetta verður).

3. Upphífingar.  Ég neyðist til að taka smá pásu í þeim á meðan ég jafna mig í lófanum. Geri ráð fyrir að byrja aftur á fullum krafti í næstu viku.

4. Hjólreiðar.  Held áfram að hjóla í og úr vinnu eins og áður.  Lét mig hafa það það hjóla í morgun þrátt fyrir aftakaveður og vesin.  Sjá myndina hér að ofan.

Hraustur

edit: Ég var eitthvað að rugla með uppseturnar. Er alls ekki kominn að max-prófinu ennþá. það verður hugsanlega í lok þessarar viku, byrjun næstu ef vel gengur.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s