Þetta er svo ljúft

Jæja, vikuverkefnið rúllar.  Missti úr einn dag í upphífingunum (hver vika er fimm daga prógram). Bæti það upp um helgina.  Ég er bannsettur eymingi í upphífingum, en nú er komið að því að laga það.  Neyðist til að hafa mikla „léttingu“ til að ráða við prógramið Uppseturnar ganga líka vel. Þær liggja betur fyrir mér, þó mér hafi nú farið mikið aftur síðan ég var í BC í den.  

Lyftingarnar ganga vel líka. Ég finn verulegan mun á skrokknum mínum, hvað vöðvabólgur, eymsli í hnjám og skort á liðleika varða (er duglegur að teygja eftir æfingar).  Það er ljóst að lyftingar, ef þær eru framkvæmdar með höfðinu, eru margra meina bót. 

Ég ætla að halda áfram með upphífingar og uppsetur í næstu viku og áfram eftir það, þar til takmarkinu er náð.  Tuttugu og fimm  upphífingar og 200 uppsetur.  Með þessu ætla ég að brenna aðeins.  Ég lyfti þrisvar í viku, geri upphífingar fimm sinnum í viku og uppsetur þrisvar í viku.  Fyrir utan þetta hjóla ég í og úr vinnu fjóra daga vikunnar.  Það er þó stutt vegalengd, en ég fæ pínu workout á heimleiðinni (Hlíðarsmári-Efra Breiðholt).  Fyrir utan að spara múltí monning og mæta ýkt hress í vinnu, og koma ýkt hress heim.  Eitthvað annað en gamla umferðaröngþveitisskapvonskan sem allir borgarbúar kannast við.

Dagskrá vikunar er því svona:
Mán: Hjól, upphífingar, uppsetur, lyftingar, hjól
Þri: Hjól, upphífingar, stutt brennsla mikil ákefð, hjól
Mið: Upphífingar, uppsetur, lyftingar
Fim: Hjól, upphífingar, stutt brennsla mikil ákefð, hjól
Fös: Hjól, upphífingar, uppsetur, lyftingar, hjól
Helgar: Buffer svo hægt sé að vinna upp ef eitthvað gekk ekki í vikunni. Annar helgardagurinn VERÐUR að vera hvíldardagur.

Svona legg ég upp.  Þetta er mikið, og hugsanlegt að ég þurfi að kötta eitthvað út til að fá meiri hvíld.  Ef svo er þá tek ég brennsluna út. 

Hraustur

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s