Vikulok

Fyrsta heila vika þessa árs er að líða undir lok.  Ég setti mér það markmið að synda 6000  metra í vikunni. Strax á mánudegi fann ég að það var líklega til of mikils mælst.  Lyftingaæfingin á mánudagskvöld var erfið (hnébeygjur og réttstöðulyfta o.fl) og þreytan og strengirnir sem fylgdu í kjölfarið gerðu mig nánast óvirkann allan þriðjudag.  Það er magnað hvernig ekki lengra hlé en rúm vika getur núllstillt mann fullkomlega.   Miðvikudagsæfingin (efri líkami) gekk vel og olli ekki eins mikílli þreytu og strengjum, enda gerði ég armbeygjur í fríinu. 

 Á fimmtudag ákvað ég að rífa mig upp úr sollinum og breyta vikuverkefninu í eitthvað raunhæft, svo eitthvað yrði úr verki.  Ég ákvað því að skipta út sundinu fyrir 3×30 mín róður á concept2 vél.  Réri sama kvöld með góðum árangri.  Veika hnéð (meira um það síðar) olli engum vandræðum og ég tók vel á því.  Þó það hljómi undarlega þá er pínu gaman að róa.  Ég klára róðurinn í dag og á morgun.

Mataræðið hefur ekki verið tip top, þó það hafi batnað mikið síðan á milli jóla og nýars.  Ég hef ekki haldið mér frá sætindunum að fullu.  Ég læt of auðveldlega undan freistingum. Það byrjar eftir æfingar í vinnunni. Fæ mér kex(Sæmundur í sparifötum) með réttlætingunni „Ég er búinn að vera svo duglegur“.  Svo fæ ég mér aftur seinna eða um kvöldið með réttlætingunni „‘Ég er hvort sem er búinn að fá mér í dag“.  Þarna er augljóslega svigrúm til framfara.  Sú leið sem hefur reynst mér best áður í þessu samhengi er að skrá niður það sem ég borða.  Ég mun gera það frá og með núna í Crosstrainer forritið sem ég keypti um daginn.

Koma svo, Hraustur

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s