Kolvetnaátið

Til að byrja með verð ég að segja að kexloforðið mitt stendur. Ég er ekki búinn að éta eitt einasta kex síðan ég lofaði að skrá niður fjölda á hverjum degi.  Þetta virðist því hafa tekist ágætlega. 

Það breytir því þó ekki að kolvetnin eru óvinur númer eitt.  Þau eru afsprengi kölska. 

Á föstudag vaknaði ég hundslappur.  Hjólaði í vinnuna og byrjaði á því að éta þrjá súkkulaðibita (Nóa skeljar)  í einhverri rælni.  Engin sérstök ástæða…var ekki svangur.  Veikur vilji.  Restin af vinnudeginum var nokkuð góð. Sniðgekk brauðsullið undir föstudagshugvekju forstjórans og skammtaði mér hæfilega af pasta í hádeginu. 

Þegar heim var komið sleppti ég fram af mér beislinu og át hamborgara og franskar. Súkkulaðiköku í desert og skaut svo tveim lúkum af súkkulaðirúsínum á eftir jukkinu. 

Laugardagur (í dag) gekk vel framan af.  Tengdó bauð í mat og þar voru líka hamborgarar og franskar.  Jóðlaði því í mig og þrem bitum af Nóa konfekti (afgangar síðan um jólin giska ég á).

So far er óhollusta helgarinnar því eftirfarandi í bold og rauðu:

  • Hamborgarar og franskar tvö kvöld í röð
  • 6 konfektmolar
  • Tvær lúkur af súkkulaðirúsínum
  • Lítil sneið frönsk súkkulaðikaka með gervirjóma.

Sunnudagurinn er eftir.  Það verður frá engu að segja að honum loknum !!!

Hraustur

Auglýsingar

Tabata

Ég er búinn að spá svolítið í hvernig ég get gert brennsluæfingarnar mínar skemmtilegar og fjölbreyttar. Það er fátt leiðinlegra en að þjösnast á einhverri vél í mónótónískum takti í lengri tíma, og uppskera ef til vill heldur takmarkaðan árangur.  Ég lærði á BootCamp árunum mínum (BootCamp er besta æfingaform sem til er) að hraði og ákefð í lotum virkar best til að bæta þol og úthald, auk þess sem spekkið fuðrar upp.

Með þetta á bak við eyrað fór ég af stað í leit að hentugu brennsluformi.  Ég hafði heyrt af Tabata protokolinu svokallaða og ákvað að skoða það aðeins betur.  

Tabata kerfið er nefnt eftir japönskum upphafsmanni þess, og gengur í afar stuttu máli út á að skipta æfingum í átta 20 sekúndna ákafar vinnulotur með 10 sekúndna hvíldarbili á milli.  Hver æfing tekur því einungis 4 mínútur.  Geri maður 5 slíkar æfingar í röð er komin 20 mínútna törn sem tekur VEL á.  20 mínútur kann að virðast stuttur tími, en trúið mér, maður finnur vel fyrir þeim.  Ef 20 mín eru ekki nóg má bæta við 4 mínútna lotum þar til orkan er búin.

Það er í raun hugarflugið eitt sem takmarkar hvaða æfingar er hægt að gera í þessu kerfi.  Hlaup, róður, armbeygjur, clean and press, froskar (burpees), uppsetur, upphífingar, hin ýmsu þrektæki…you name it 

Ég ákvað að prófa þetta í hádeginu í gær. Ég á ekki almennilega klukku með intervalstillingum þannig að ég ákvað að gera þetta á tækjum með klukkum.  Ákvað, þar sem þetta var fyrsta skiptið mitt að hafa þetta fjórar 4 mínútna æfingar.  Concept 2 og skíðavélin urðu fyrir valinu, og törnin varð svona:

Concept2:
20 sek fullur kraftur
10 sek hvíld
20 sek fullur kraftur
10 sek hvíld
20 sek fullur kraftur
10 sek hvíld
20 sek fullur kraftur
10 sek hvíld
20 sek fullur kraftur
10 sek hvíld
20 sek fullur kraftur
10 sek hvíld
20 sek fullur kraftur
10 sek hvíld
20 sek fullur kraftur

30 sek hvíld

Skíðavél:

20 sek fullur kraftur
10 sek hvíld
20 sek fullur kraftur
10 sek hvíld
20 sek fullur kraftur
10 sek hvíld
20 sek fullur kraftur
10 sek hvíld
20 sek fullur kraftur
10 sek hvíld
20 sek fullur kraftur
10 sek hvíld
20 sek fullur kraftur
10 sek hvíld
20 sek fullur kraftur

Þetta endurtók ég tvisvar, í allt fjórum sinnum. Þetta var ekki nema 16 mínútna törn og ég var rennandi blautur af svita eftir þetta og dauðþreyttur.  Enda er ég ekki þekktur fyrir að taka létt á því.

Mæli með þessu – prófið!

Hraustur

Hjólreiðar

Hjólreiðar eru frá-bær-ar!!!  Síðan um miðjan september hef ég hjólað úr og í vinnu (Háberg – Hlíðarsmári – Háberg) um  það bil fjórum sinnum í viku.  Ég hjóla á Jamis Durango SX fjallahjólinu sem frúin splæsti á mig í 30 ára afmælisgjöf 2005.  Undir hjólinu eru svaðaleg nagladekk um þessar mundir, sem hvín í þegar ég tæti eftir malbikinu.  Ég legg yfirleitt af stað um 730 á morgnanna og er kominn í vinnuna um kortéri síðar, vel heitur en þó ekki rennandi sveittur.  Leiðin er að mestu niður í móti.  Sturta er því óþörf.

Ég hef nú, eftir töluverðan tíma, vanið mig á að hjóla á götum, en ekki gangstéttum. Þannig kemst ég hraðar á milli staða.  Hjóli er græjað með blikkandi ljósum og frúin splæsti á Hraust þessum líka forláta, skærgula hjólajakka í jólagjöf.   Tölfræðin segir líka að það er öruggara fyrir hjólreiðamenn að halda sig á götum en á gangstéttum.  Ökumenn bíla sjá hjólreiðamenn betur og veita þeim meiri eftirtekt ef þeir eru á götunum.  Ég hef þó haldið mig við þá reglu að hætta mér ekki út á akbrautir þar sem hámarkshraðinn er yfir 50 km á klukkustund. 

Heimleiðin tekur mig um 20 mínútur ef ég gef vel í.  Ég fæ virkilega gott workout á leiðinni heim. Ég skipti leiðinni oftast í þrjú „intervöl“ þar sem ég gef allt3-5 mínútur í senn, með hvíldarköflum á milli.  Þetta þýðir að ég næ ótrúlega effektívri æfingu út úr þessari frekar stuttu leið (um 5.6 km hvor leið). 

Fyrir utan snattið úr og í vinnu nota ég hjólið eins mikið og ég mögulega get til annarra samgangna.  Það er með ólíkindum hvað hægt er að komast hratt á milli staða í Reykjavík, án þess að setjast upp í bíl.  Maður þarf einungis að vera tilbúinn til að reyna aðeins á sig og parkera hégómanum.  Ég hef til dæmis oftar en einu sinni hitt félaga mína í hádegismat á vinnutíma á hjóli.  Mér er skítsama þó ég sé eini gaurinn sem mæti með hjálm og blautur í fæturna eftir rigningarsuddann. Ég er fyrir vikið ekki akfeitur og húðlatur (allavega minna akfeitur).

Og bara til að hafa það á hreinu.  Það er ekkert óyfirstíganlegt við það að hjóla daglega til og frá vinnu að vetri til.  Veðrið er sjaldan fyrirstaða.  Ef það rignir eða snjóar – farðu í regnföt.  Ef það er frost – notaðu nagladekk og hlý föt.  Það sem af er vetri hef ég tvisvar sleppt því að hjóla vegna veðurs.  Í bæði skiptin hefur verið um dæmigerða íslenska lægð að ræða með vindhraða um og yfir 20 m á sekúndu. Það er erfitt að hjóla í svo miklu roki.

Ný vika

Jæja, þá er komin ný vika og næg verefni framundan. Kexbannið er enn í gildi og hefur gengið vel.  Það er greinilegt að það að básúna smá hjálpar til við að leysa vandamálin, og standast freistingarnar.  Trúið mér, það eru fleiri svona „smámál“ sem þarf að díla við.

Eitt af þeim er óhóflegt kolvetnaát um helgar.  Það er þannig að ég sleppi ALLTAF fram af mér beislinu eftir vinnu á föstudögum og set það ekki aftur upp fyrr en á mánudagsmorgun.  Það gefur auga leið að þetta gengur ekki fyrir tappa eins og mig sem þarf að hugsa um hvern einasta munnbita ef hann á ekki að enda á múbsunum.  Ég ætla því, frá og með næstu helgi að skrá hér inn hvað ég læt ofan í mig frá klukkan 18 á föstudagskvöldum til klukkan 0900 á mánudagsmorgnum.   Skráningin verður ekki nákvæm, en nægilega góð til að gefa til kynna hvort ég hafi staðið mig vel eða ekki.  Sem sagt, meira háð og meiri niðurlæging.

En hvað er framundan í þessari viku?

1. Þrjár lyftingaæfingar samkvæmt plani.  Hef styrkst um heilan helling.  Mig grunar að fituprósentan sé hægt og rólega að lækka, þrátt fyrir að viktin breytist lítið sem ekkert. 

2. Uppsetur samkvæmt plani.  Mér hefur gengið helvíti vel að massa þetta prógram og ætla að taka max-próf í hádeginu í dag.  Stefni á 70 (hef samt litla tilfinningu fyrir þvi hvernig þetta verður).

3. Upphífingar.  Ég neyðist til að taka smá pásu í þeim á meðan ég jafna mig í lófanum. Geri ráð fyrir að byrja aftur á fullum krafti í næstu viku.

4. Hjólreiðar.  Held áfram að hjóla í og úr vinnu eins og áður.  Lét mig hafa það það hjóla í morgun þrátt fyrir aftakaveður og vesin.  Sjá myndina hér að ofan.

Hraustur

edit: Ég var eitthvað að rugla með uppseturnar. Er alls ekki kominn að max-prófinu ennþá. það verður hugsanlega í lok þessarar viku, byrjun næstu ef vel gengur.

Vikulok

Talning fyrir föstudag:
Núll kex. 77 þúsund tópaspillur (grænar)

Meiðsli valda truflunum.  Upphífingarnar undanfarnar tvær vikur hafa valdið svöðusári í lófa hægri handar.  Ég verð því að taka smá hlé frá frekari upphífingum í bili.  Vonum að það standi ekki of lengi. Er kominn á helvíti gott ról.

Uppseturnar ganga vel.  Líður að max prófi.  Það verður spennandi að sjá hvernig það fer. Spái nýju meti.

Á snargeðveika samstarfskonu. Hún er að vestan.