Fyrsta markmiðið

Stór orð krefjast þess að maður fylgi þeim eftir.  Ég sagðist ætla að setja mér markmið til skamms og langs tíma.  Ég er ekki alveg búinn að sjóða saman hver langtímamarkmiðin verða (haldið niðrí ykkur andanum, þau verða megaflott). 

Úff..þá er komið að því.  Á föstudaginn var vóg ég 100.4 kíló á vigtinni í WC-Turninum.  Næsta föstudag 18.12.2009 ætla ég að vega undir 100 kílóum.  Lokaviktun fer fram í hádeginu á föstudag eftir æfingu í WC.

Hvað ætla ég að gera til að ná þessu markmiði?

  1. Skrá hjá mér mataræðið og halda mér undir 2000 kcal á dag.
  2. Hjóla í vinnuna og heim alla daga nema miðvikudag.
  3. Lyfta þrisvar í vikunni (mán, mið, fös).
  4. Synda interval tvisvar í vikunni (þri, fim).

Gangi mér vel!

En, að öðru.  Mig er farið að langa verulega út að hlaupa.  Fyrir tveim árum var í ég í ágætu hlaupaformi.  Hljóp hvert á land sem er, náði 51 mín sléttri í 10 km Reykjavíkurmaraþoni árið 2007.  Svo tók ég þá ákvörðun að láta spegla hnéð á mér of fixa liðþófapróblem sem ég átti við að stríða. Um vorið 2008 var svo skellt í aðgerðina.  Það kom svo í ljós að ekki var bara boblem með liðþófann, heldur var allt í steik á utanverðu hnénu, og stór slumma af brjóski fjarlægð.   Síðan þá hef ég farið einu sinni út að hlaupa með afleitum afleiðingum. Bömmer!

Nú er kominn tími til að gera aðra tilraun.  Lyftingarnar mínar og sjúkraþjálfun hjá Veigi í AFL (besti sjúkraþjálfari landsins) hafa skilað mér fínum árangri.  Eftir áramót verða gerðar tilraunir. Fylgist með.

Kveðja
B

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s