Noregur, mataræðið og vikuverkefnið

Við í fjölskyldunni flugum til Noregs í fjölskylduheimsókn snemma dags 3. í jólum.  Við erum nú búin að vera í Egersund (mikill hjólreiðabær, nánar um það síðar) hjá M&P í síðan þá í góðu yfirlæti.  Á morgun förum við til Sys og verðum þar til 3. jan í áramótaflippi. 

Lífið hér er ljúft, og ég hef sleppt fram af mér mataræðisbeyslinu.  Miklu meira en ég ætlaði mér.  Það eru smákökurnar hennar mömmu sem eru að fara með mig.  Andskotans!

Ég nenni þó ekki að ergja mig of mikið á þessu.  Ég hef ekkert þyngst og passað mig að sinna vikuverkefninu mínu.  Armbeygjunum góðu.  100 í gær og 100 í gær.  100 á dag það sem eftir lifir vikunnar. 

Er enn að vinna í áramótaheitunum.  Þau verða geggjuð!

Hraustur

Auglýsingar

Jólakveðja

Þá sekkur jólaróin yfir mannskapinn. Frú Hraust og Hraustsdóttir eru að pukrast eitthvað með gjafapappír og límbandi inni í herbergi. Það veit á gott fyrir Hraust. Eftir tæpa tvo tíma setjumst við niður með fjölskyldunni og fögnum jólunum eins og þem ber að fagna. Með mat, drykk, örlæti og umhyggju.

Hraustur óskar þeim fáu sem þetta lesa gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Hraustur

Bootcamp aftur

Djöfuls eðal fyrirtæki er Bootcamp. 

Eftir hnéaðgerðina fyrir tveim árum hef ég ekki mætt í Bootcamp.  Nú er ég á réttri leið og tilbúinn til að prófa aftur. Hafði samband við Robba hja Bootcamp sem samþykkti skilyrðislaust að splæsa á mig reynsluviku í janúar.  Ég get ekki beðið.

Hér er kynningarmyndband. Gott ef ekki glittir í Hraust þarna einhverstaðar.  Að engjast eins og oft áður í BootCamp.

http://drengsson.net/index.php?option=com_content&view=article&id=29&Itemid=21

Hraustur

Hollur matur hollur fyrir hugann

Ótrúlegt en satt!!  Hver hefði trúað þessu?

Vísindamenn hafa, samkvæmt BBC, staðfest að mataræði sem felur í sér mikið af steikum mat, sætindum og unnum kjötvörum (s.s. pylsum og kjötfarsi) eykur líkur á andlegum kvillum. 

Á sama tíma sýna niðurstöður að neysla á fiski, grænmeti og ávöxtum ýta undir andlegt heilbriðgi.
Þeir sem borða hollt eru líklegri til að vera með geðheilsuna í lagi.

Planið fyrir næstu viku

Það eru náttúrulega að bresta á jól.  Það þýðir allskyns vesen með opnunartíma sund- og líkamsræktarstöðva.  Þetta felur í sér smá boblem fyrir planið mitt í næstu viku.  En þar sem ég er skipulagði Skúli ætla ég að setja niður plan til að vinna á þessu. 

Mánudagur: Sund um morguninn (1500m), hjól í vinnuna.  Planaður er hádegismatur með strákunum þannig að ég lyfti eftir vinnu. 

Þriðjudagur: Sund um morgnuninn (1500m), hjól í vinnuna, hjól heim.

Miðvikudagur: Þorláksmessa.  Hjól í vinnuna, Lyftingar í hádeginu, Hjól heim.

Fimmtudagur: Aðfangadagur.  Sund um morguninn (2000m)

Föstudagur: Jóladagur. Á þessum degi er allt lokað.  Hjólatúr í Heiðmörk ef veður leyfir.

Laugardagur: Annar í jólum. Hjól, Lyftingar, hjól.

Óregla í opnunartímum á ekki að valda óreglu hjá mér. Hana- fokking -nú!

Hraustur

Ónei

Vigtin lýgur víst ekki. Ég var 200 grömmum frá því að ná markmiðinu mínu.  100,2 sagði hún. 

Það þýðir samt að ég skóf af mér 500 gr á 5 dögum (vóg 100,7 kg í hádegi á mánudag).  Sem er gott. 

Markmið næstu viku:

Synda samtals 5 km. Þetta er aðalmarkmiðið þar sem neðangreint er fastir liðir eins og venjulega.
Lyfta þrisvar í vikunni, eins og áður
Hjóla í vinnuna alla daga nema miðvikudag, eins og áður.

Hvernig ætla ég að fara að þessu?
Ég ætla að synda þrisvar sinnum í vikunni.
Mánudag: 1500 m
Þriðjudag: 1500 m
Fimmtudag: 2000 m

Hraustur